Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Umhverfismati mölunarverksmiðju Heidelberg lokið

„Aug­ljós­lega“ mun ásýnd lands­ins vest­an Þor­láks­hafn­ar gjör­breyt­ast með til­komu um­fangs­mik­illa bygg­inga þar sem hæstu síló ná allt að 52 metra hæð, seg­ir Skipu­lags­stofn­un um áform­aða möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­bergs.

Umhverfismati mölunarverksmiðju Heidelberg lokið
Sjónræn áhrif Síló mölunarverksmiðju Heidelberg yrðu 52 metrar á hæð. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metrar.

Auðsýnt er að með umbreytingu lands vestan við Þorlákshöfn, með landeldisstöðvum og mölunarverksmiðju, myndi það hafa í för með sér „margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið“. Ásýnd svæðisins, sem er í dag lítt snortið, myndi gjörbreytast með tilkomu alls hins áformaða stóriðnaðar. Öll fyrirtækin myndu nýta grunnvatn á svæðinu, skerða nútímahraun og hafa veruleg sjónræn áhrif. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á áformaðri mölunarverksmiðju þýska sementsrisans Heidelberg í Þorlákshöfn. Í álitinu er áhersla m.a. lögð á samlegðaráhrif alls þess iðnaðar sem áformaður er á sama svæði. 

Með áliti Skipulagsstofnunar er umhverfismati hinnar fyrirhuguðu verksmiðju lokið. Sveitarfélögum ber að hafa álitið til hliðsjónar við leyfisveitingar.

Heidelberg ætlar sér að nota móberg úr Litla-Sandfelli við framleiðsluna í verksmiðjunni. Hið malaða efni yrði sent utan með skipi og notað sem íblöndunarefni í sement. Námuvinnslan í Litla-Sandfelli yrði mjög umfangsmikil og á, miðað við áform Heidelbergs, að enda með því að fjallið hverfur.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Og engu orði er vikið að hugsanlegum kolefnisútblæstri. Ísland hefur samþykkt ákveðnar yfirlýsingar um lækkun CO2-útblásturs og nýjar framkvæmdir þyrftu að sjálfsögðu að vera kolefnishlutlausar eða að minnsta kosti ekki raska orkuskipti landsins. Hefur skipulagsstofnun athugað það eða hvaða stofnun þarf að gefa mat á þessu atriði?
    0
  • Þór Saari skrifaði
    Þökk sé Sif Friðleifsdóttur og Framsóknarflokknum sem eyðilögðu heimildir Skipulagsstofnunar til að stöðva svona glórulausar framkvæmdir, þá mun þetta fara í gegn. Auðlindaarðrán og náttúrueyðing er hér á fullri ferð og ekkert hægt að gera.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár