Nokkrir forsetaframbjóðendur hafa orðið fyrir barðinu á samsæriskenningasmiðum á samfélagsmiðlum að undanförnu – sérstaklega konurnar tvær sem mælast með mest fylgi: Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Fyrri tengsl kvennanna við Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) hafa verið gerð tortryggileg með samsæriskenningu um áform ráðsins um heimsyfirráð. Sú kenning á ekki við nein rök að styðjast, segir Hulda Þórisdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Ef vel er að gáð hafa allir sex frambjóðendurnir sem mælast fylgismestir verið flæktir inn í órökstuddar samsæriskenningar af hinum og þessum netverjum.
„Það eru engin gögn sem benda til þess að þessar kenningar eigi við rök að styðjast“
Hulda telur ekki að samsæriskenningar séu útbreiddar en að þær hafi sannarlega látið á sér kræla. Þá er gjarnan einungis ýjað að því að fólkið sé á mála hjá alþjóðastofnunum, sé einhvers konar handbendi þeirra en engin ætluð niðurstaða þess dregin fram.
Um …
Athugasemdir (1)