Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stöðugleiki í fylgi frambjóðenda – Halla Hrund enn með mælanlegt forskot

Nær eng­ar breyt­ing­ar hafa orð­ið á fylgi efstu fram­bjóð­enda á allra síð­ustu dög­um sam­kvæmt kosn­inga­spánni. Ef horft er til síð­ustu kosn­inga þar sem nýr for­seti var kos­inn þurfa fram­bjóð­end­ur þó ekki að ör­vænta. Fylg­ið fór þá á fleygi­ferð á síð­ustu vik­un­um.

Stöðugleiki í fylgi frambjóðenda – Halla Hrund enn með mælanlegt forskot
Í forystu Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi allra og hefur rúmlega sexfaldað það á tæpum mánuði. Mynd: Golli

Litlar breytingar urðu á fylgi forsetaframbjóðenda á síðustu dögum. Samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar leiðir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kapphlaupið á Bessastaði enn með 31 prósent atkvæða og Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, er önnur með 24,9 prósent. Það er nánast sama fylgi og þær mældust með fyrir helgi, en fyrstu kappræðurnar þar sem allir frambjóðendurnir tólf komu saman fóru fram á föstudag. 

Fylgi Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. mælist nú 20,7 prósent sem er 0,7 prósentustigum minna en á föstudag. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, stendur líka nánast í stað með 11,4 prósent fylgi. 

Á eftir þessum fjórum, sem hafa einokað efstu sætin í kosningaspánni síðustu vikur, koma svo Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, með 4,4 prósent og Arnar Þór Jónsson, sem var varaþingmaður Sjálfstæðisflokks þar til að hann sagði sig úr flokknum og fyrrverandi dómari, með 3,9 prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona mælist með 1,6 prósent fylgi en hinir fimm sem eru í framboði deila svo með sér 2,1 prósent fylgi. 

Fylgið flakkaði mikið 2016

Rúmar fjórar vikur til kjördags, sem er 1. júní næstkomandi. Þegar horft er til þeirrar stöðu sem var uppi þegar svo skammur tími var til stefnu síðast þegar nýr forseti var kosinn á Íslandi, sumarið 2016, þá ætti það að kveikja von hjá ýmsum sem eiga á brattann að sækja um að baráttan sé fjarri því búin. 

Þá mældist Guðni Th. Jóhannesson, sem sigraði í kosningunum með 39,1 prósent atkvæða, með tæplega 59 prósent fylgi. Á þeim tíma virtist sem Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Morgunblaðsins, væri sá frambjóðandi sem myndi helst ógna Guðna. Fylgi hans mældist rúmlega 20 prósent á þessum tíma. Andri Snær Magnason kom þar á eftir með tæp tólf prósent og Halla Tómasdóttir, sem var þá sem nú í framboði, var fjórða með einungis um sex prósent fylgi.

Þegar atkvæðin voru talin var staðan mikið fyrir alla í þessum hópi. Guðni og Davíð höfðu tapað þriðjungi síns fylgis, Andri Snær bætt við sig fjórðungi á meðan að Halla hafði fimmfaldað fylgi sitt, og fékk á endanum 27,9 prósent atkvæða. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspáin er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig. Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spánni verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Sjö þeirra sem sækjast eftir embætti forseta Íslands hafa þegar mætt í kappræður í Pressu á Heimildinni í tveimur aðskildum þáttum. Hægt er að horfa á þá hér að neðan: 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásmundur Ásmundsson skrifaði
    Hvar er að finna kosningaspá Baldurs Héðinssonar?
    0
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Ég á erfitt með að skilja þessa kosningaspá. Aðferðafræðin virðist vera eins og að reyna að aka bíl að fyrirheitnum stað með því að horfa í baksýnisspeglana?
    Ef gerð er skoðanakönnun í dag. Hvaða máli skiptir þá skoðanakönnun gærdagsins , vikugömul skoðanakönnun eða jafnvel enn eldri könnun??
    5
    • ÁBB
      Álfur Birkir Bjarnason skrifaði
      Hún skiptir máli því úrtök kannananna eru misstór og mismunandi hópar sem svara, tímabilin sem þær eru gerðar yfir eru mislöng og skarast oft og svo getur verið breytileiki í því hvernig svörum er aflað (hringt, netkönnun í pósti eða slembival) og sitthvað annað í aðferðafræðinni.
      Við getum hugsað okkur tvær öfgar:
      * Ein könnun sem var gerð í gær og birt í dag, úrtakið 300 manns
      * Önnur könnun sem var gerð undanfarna viku og birt í gær, úrtakið 2500 manns (ATH það voru kappræður á þessu tímabili)
      Hvorug könnunin gefur góða mynd af stöðunni í dag en með því að vega þær saman (og fleiri til) út frá þáttum sem lýst er hér að ofan fæst örlítið raunsannari mynd af heildarstöðunni.
      Það má síðan líta á það sem bæði kost og galla að fyrir vikið breytist kosningaspáin hægar þar sem eldri kannanir "hanga inni" en fá sífellt minna vægi í útreikningunum.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár