Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og með­lim­ur í at­vinnu­vega­nefnd, seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé í nefnd­inni um að end­ur­skoða grein í laga­frum­varpi um lax­eldi þar sem rekstr­ar­leyfi í lax­eldi eru gerð ótíma­bund­in. Hann seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé fyr­ir þessu.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu
Í samræmi við orð Bjarkeyjar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur staðið við það sem hún hefur sagt í fjölmiðlum og lagt til breytingar á laxeldisfrumvarpi þannig að rekstarleyfin í laxeldiinu hér við land verði tímabundin en ekki ótímabundin. Mynd: Matvælaráðuneytið

Matvælaráðuneytið hefur sent atvinnuveganefnd tillögur að breytingum á lagafrumvarpi þar sem laxeldisfyrirtækjum landsins eru veitt ótímabundin rekstrarleyfi til að stunda sjókvíaeldi hér við land. Atvinnuveganefnd fékk þessar tillögur í síðustu viku. Ráðuneytið leggur til nokkrar breytingar á þessari grein frumvarpsins en í öllum þeirra felst að ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi er breytt í tímabundin leyfi, til 16 ára. Þetta herma heimildir blaðsins. 

„Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið.“
Gísli Rafn Ólafsson,
þingmaður Pírata

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og meðlimur í atvinnuveganefnd, segir við Heimildina að þverpólitísk samstaða hafi verið um það að breyta þessari grein frumvarpsins: „Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið. Þetta kom fram strax á fyrsta fundi þegar frumvarpið var rætt.“ Gísli Rafn segir að þessi andstaða sé „þvert á allar pólitískur línur“: „Það er greinilegt að sú andstaða sem strax kom upp á frumvarpið í samfélaginu þrýsti á það að ráðuneytið var beðið að breyta þessu. Og þessi andstaða kom frá stjórnarliðunum í atvinnuveganefnd. Það var alveg greinilegt á þeim að þeir vildu ekki fá þetta ákvæði þarna inn. Nefndin var mjög samstíga í því að biðja um þessar breytingartillögur og það er ekki mjög algengt að ráðuneyti sé beðið um slíkar breytingar strax á fyrsta fundi.

Atvinnuveganefnd mun nú funda og ráða ráðum sínum og reyna að komast að samkomulagi um það hvernig þessi grein frumvarpsins þar sem rætt er um lengd rekstrarleyfanna í laxeldinu hér við land á að hljóma. 

SamstaðaGísli Rafn Ólafsson segir að samstaða sé um breytingu í atvinnuveganefnd.

Hörð viðbrögð og endurskoðun ráðuneytisins 

Viðbrögðin í samfélaginu við þessari grein frumvarpsins um lagareldi voru mikil eftir að Heimildin fjallaði um málið þann 19. apríl síðastliðin. Orðrétt sagði í greininni að fallið yrði frá því að hafa rekstrarleyfin í greininni tímabundin og að þau ætti að gera ótímabundin í staðinn: „Ótímabundin rekstrarleyfi. Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið. Rekstrarleyfi skulu sæta breytingum samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma sem og afturköllun skv. XII. kafla.

Harðar umræður voru um málið á Alþingi þegar Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpinu seint í apríl og sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar meðal annars um það: Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin og hvað breyttist? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja í orkuvinnslu þar sem fjárfestingar eru sannarlega bundnar til langs tíma og borga sig til baka yfir margra áratuga tímabil fá orkufyrirtækin ekki nema tímabundin rekstrarleyfi.

Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði í kjölfarið að hún ætlaði að breyta greininni í frumvarpinu:  „Ég heyri það alveg að réttsýni almennings og lögfræðin fara ekkert endilega saman í þessu máli. [...] Og mér og þinginu ber að hlusta á það. Og ég er tilbúin að fara í tímabundin leyfi.“

Bjarkey hefur nú gert þetta. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár