Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og með­lim­ur í at­vinnu­vega­nefnd, seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé í nefnd­inni um að end­ur­skoða grein í laga­frum­varpi um lax­eldi þar sem rekstr­ar­leyfi í lax­eldi eru gerð ótíma­bund­in. Hann seg­ir að þver­póli­tísk sam­staða sé fyr­ir þessu.

Ráðuneytið hefur lagt til breytingar á gjafakvótanum í laxeldisfrumvarpinu
Í samræmi við orð Bjarkeyjar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur staðið við það sem hún hefur sagt í fjölmiðlum og lagt til breytingar á laxeldisfrumvarpi þannig að rekstarleyfin í laxeldiinu hér við land verði tímabundin en ekki ótímabundin. Mynd: Matvælaráðuneytið

Matvælaráðuneytið hefur sent atvinnuveganefnd tillögur að breytingum á lagafrumvarpi þar sem laxeldisfyrirtækjum landsins eru veitt ótímabundin rekstrarleyfi til að stunda sjókvíaeldi hér við land. Atvinnuveganefnd fékk þessar tillögur í síðustu viku. Ráðuneytið leggur til nokkrar breytingar á þessari grein frumvarpsins en í öllum þeirra felst að ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi er breytt í tímabundin leyfi, til 16 ára. Þetta herma heimildir blaðsins. 

„Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið.“
Gísli Rafn Ólafsson,
þingmaður Pírata

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og meðlimur í atvinnuveganefnd, segir við Heimildina að þverpólitísk samstaða hafi verið um það að breyta þessari grein frumvarpsins: „Innan nefndarinnar er enginn áhugi á að hafa þetta ótímabundið. Þetta kom fram strax á fyrsta fundi þegar frumvarpið var rætt.“ Gísli Rafn segir að þessi andstaða sé „þvert á allar pólitískur línur“: „Það er greinilegt að sú andstaða sem strax kom upp á frumvarpið í samfélaginu þrýsti á það að ráðuneytið var beðið að breyta þessu. Og þessi andstaða kom frá stjórnarliðunum í atvinnuveganefnd. Það var alveg greinilegt á þeim að þeir vildu ekki fá þetta ákvæði þarna inn. Nefndin var mjög samstíga í því að biðja um þessar breytingartillögur og það er ekki mjög algengt að ráðuneyti sé beðið um slíkar breytingar strax á fyrsta fundi.

Atvinnuveganefnd mun nú funda og ráða ráðum sínum og reyna að komast að samkomulagi um það hvernig þessi grein frumvarpsins þar sem rætt er um lengd rekstrarleyfanna í laxeldinu hér við land á að hljóma. 

SamstaðaGísli Rafn Ólafsson segir að samstaða sé um breytingu í atvinnuveganefnd.

Hörð viðbrögð og endurskoðun ráðuneytisins 

Viðbrögðin í samfélaginu við þessari grein frumvarpsins um lagareldi voru mikil eftir að Heimildin fjallaði um málið þann 19. apríl síðastliðin. Orðrétt sagði í greininni að fallið yrði frá því að hafa rekstrarleyfin í greininni tímabundin og að þau ætti að gera ótímabundin í staðinn: „Ótímabundin rekstrarleyfi. Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið. Rekstrarleyfi skulu sæta breytingum samkvæmt lögum og reglum á hverjum tíma sem og afturköllun skv. XII. kafla.

Harðar umræður voru um málið á Alþingi þegar Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpinu seint í apríl og sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar meðal annars um það: Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin og hvað breyttist? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja í orkuvinnslu þar sem fjárfestingar eru sannarlega bundnar til langs tíma og borga sig til baka yfir margra áratuga tímabil fá orkufyrirtækin ekki nema tímabundin rekstrarleyfi.

Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði í kjölfarið að hún ætlaði að breyta greininni í frumvarpinu:  „Ég heyri það alveg að réttsýni almennings og lögfræðin fara ekkert endilega saman í þessu máli. [...] Og mér og þinginu ber að hlusta á það. Og ég er tilbúin að fara í tímabundin leyfi.“

Bjarkey hefur nú gert þetta. 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu