Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 17. maí 2024 — Hvaða dýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 17. maí.

Spurningaþraut Illuga 17. maí 2024 — Hvaða dýr er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hvaða dýr er þetta?

Seinni mynd:

Hvaða persóna er á myndinni?

Almennar spurningar:

  1. Hvaða trúarhreyfing prédikar að sumir frumbyggjar Norður-Ameríku séu komnir af Gyðingaættkvíslum sem ferðuðust þangað um 600 FT (f.Kr.)?
  2. Hjarðmaður nokkur tók eftir því að geiturnar hans urðu víðáttuhressar og sprækar þegar þær höfðu étið ber af plöntu einni. Þegar menn fóru að nýta berin varð til ... hvað?
  3. En í hvaða landi á þetta að hafa gerst?
  4. Fimm af öflugustu vatnsaflsvirkjum heims eru í sama landi. Það er ekki Ísland heldur ...?
  5. Í hvaða hljómsveit spilaði Brian Jones um tíma áður en hann var rekinn og dó svo fyrir aldur fram?
  6. Fyrir um það bil áratug fundust í fyrsta sinn steingerðar leifar af dýrategund sem fékk nafnið Denisovar. Hvaða núlifandi dýrum eru Denisovar skyldastir?
  7. Berufjörður, Borgarfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Loðmundarfjörður, Mjóifjörður, Norðfjörður, Reyðarfjörður, Reykjafjörður, Stöðvarfjörður. Hver af þessum 10 fjörðum á ekki heima í þessari halarófu?
  8. Hvaða hljómsveit sendi frá sér landið Dancing Queen árið 1976?
  9. En hvaða íslenska hljómsveit sendi frá sér lagið Kimbabwe árið 2010?
  10. Hvað heitir höfuðborgin í Bélarus?
  11. Hver lék aðalkvenrulluna í íslensku myndinni Dýrið (eða Lamb) árið 2021?
  12. Hvaða ávöxtur er mest étinn í veröldinni á hverju ári?
  13. Hvað kallast Notre Dame-kirkjan í París á íslensku?
  14. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness skal fegurðin ríkja ein?
  15. En hver skrifaði skáldsögu sem hefst svo: „Morgun einn vaknaði Gregor Samsa eftir erfiðar draumfarir og uppgötvaði að hann hafði breyst í risastóra pöddu.“


Svör við myndaspurningum:
Dýrið er ástralska pokadýrið quakka. Persónan er Svampur Sveinsson.

Svör við almennum spurningum:
1.  Mormónar.  —  2.  Kaffi.  —  3.  Eþíópíu.  —  4.  Kína.  —  5.  Rolling Stones.  —  6.  Manninum.  —  7.  Reykjafjörður er ekki einn af Austfjörðum.  —  8.  ABBA.  —  9.  Retro Stefson.  —  10.  Minsk.  —  11.  Noomi Rapace.  —  12.  Tómatur.  —  13.  Vorfrúarkirkja.  —  14.  Heimsljósi.  —  15.  Kafka.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Helvíti hart þegar maður er orðinn svona gamall eins og ég, þá horfir maður á spurninguna og veit svarið en nær því ekki út úr hausnum á sér þó að það ætti að hengja mann.
    0
  • Bingó
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár