Seinni mynd:
Hvaða persóna er á myndinni?

Almennar spurningar:
- Hvaða trúarhreyfing prédikar að sumir frumbyggjar Norður-Ameríku séu komnir af Gyðingaættkvíslum sem ferðuðust þangað um 600 FT (f.Kr.)?
- Hjarðmaður nokkur tók eftir því að geiturnar hans urðu víðáttuhressar og sprækar þegar þær höfðu étið ber af plöntu einni. Þegar menn fóru að nýta berin varð til ... hvað?
- En í hvaða landi á þetta að hafa gerst?
- Fimm af öflugustu vatnsaflsvirkjum heims eru í sama landi. Það er ekki Ísland heldur ...?
- Í hvaða hljómsveit spilaði Brian Jones um tíma áður en hann var rekinn og dó svo fyrir aldur fram?
- Fyrir um það bil áratug fundust í fyrsta sinn steingerðar leifar af dýrategund sem fékk nafnið Denisovar. Hvaða núlifandi dýrum eru Denisovar skyldastir?
- Berufjörður, Borgarfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Loðmundarfjörður, Mjóifjörður, Norðfjörður, Reyðarfjörður, Reykjafjörður, Stöðvarfjörður. Hver af þessum 10 fjörðum á ekki heima í þessari halarófu?
- Hvaða hljómsveit sendi frá sér landið Dancing Queen árið 1976?
- En hvaða íslenska hljómsveit sendi frá sér lagið Kimbabwe árið 2010?
- Hvað heitir höfuðborgin í Bélarus?
- Hver lék aðalkvenrulluna í íslensku myndinni Dýrið (eða Lamb) árið 2021?
- Hvaða ávöxtur er mest étinn í veröldinni á hverju ári?
- Hvað kallast Notre Dame-kirkjan í París á íslensku?
- Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness skal fegurðin ríkja ein?
- En hver skrifaði skáldsögu sem hefst svo: „Morgun einn vaknaði Gregor Samsa eftir erfiðar draumfarir og uppgötvaði að hann hafði breyst í risastóra pöddu.“
Svör við myndaspurningum:
Dýrið er ástralska pokadýrið quakka. Persónan er Svampur Sveinsson.
Svör við almennum spurningum:
1.  Mormónar.  —  2.  Kaffi.  —  3.  Eþíópíu.  —  4.  Kína.  —  5.  Rolling Stones.  —  6.  Manninum.  —  7.  Reykjafjörður er ekki einn af Austfjörðum.  —  8.  ABBA.  —  9.  Retro Stefson.  —  10.  Minsk.  —  11.  Noomi Rapace.  —  12.  Tómatur.  —  13.  Vorfrúarkirkja.  —  14.  Heimsljósi.  —  15.  Kafka.
        
    
    
 
            
        
    
















































Athugasemdir (2)