Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ráðuneyti Willums þrýsti á Persónuvernd

Ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigð­is­ráð­herra bað Per­sónu­vernd, und­ir stjórn Helgu Þór­is­dótt­ur, að end­ur­skoða um­sögn um breyt­ing­ar á lög­um um vís­indi og rann­sókn­ir á heil­brigð­is­sviði í vet­ur. Helga varð ekki við beiðn­inni.

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar fékk beiðni frá heilbrigðisráðuneytinu um að endurskoða viðbótarumsögn um breytingar á lögum um vísindi og rannsóknir á heilbrigðissviði í vetur. „Við náttúrulega endurskoðum ekki umsögn, við erum að fara að lögum,“ sagði Helga um afskipti ráðuneytisins í þjóðmælaþættinum Pressu sem var í beinni útsendingu á vefsíðu Heimildarinnar á föstudag. 

„Það er grafalvarlegt,“ sagði Helgi Seljan, annar þáttastjórnenda. 

„Þess vegna er ég að segja það, við erum búin að þurfa að taka hverja ákvörðunina á fætur annarri sem fólk hefur þurft að finna fyrir. Þá gerast hlutir. Þá er fólk ekki sátt af því að það er þannig að maður fer með vald, maður þarf að passa að hafa ekki valdhroka,“ sagði Helga. 

Umsögnin sem um ræðir snýr að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem sett voru 2014. Frumvarpið var birt í samráðsgátt í 17. nóvember. Umsögn Persónuverndar var hins vegar aldrei birt. Raunar hafa engar umsagnir verið birtar en átta aðilum var boðið að senda inn umsögn: Embætti landlæknis, Íslenskri erfðagreiningu, Landspítala, Persónuvernd, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Siðanefnd Landspítala, Vísinda- og tækniráði og Vísindasiðanefnd.  

„Rétt er rétt og rangt er rangt“

Umræðan um umsögnina kom í framhaldi af spurningu Margrétar Marteinsdóttur, annars þáttastjórnanda Pressu, sem spurði Helgu um yfirlýsingar hennar um að hún standi fyrir heiðarleika og festu. „Það er nú bara það eina sem ég kann að gera í lífinu. Það er að koma vel fram við annað fólk. Rétt er rétt og rangt er rangt,“ sagði Helga.  

Aðspurð hvort þetta væri svona skýrt hélt Helga áfram. „Allaveganna fyrir mér. Eins og þessi vegferð sem ég fór í, að gefa kost á mér í forsetaframboð, það var í rauninni bara heiðarleiki minn og festa, ef þú skoðar allt sem ég hef gert í lífinu. Lögfræðingur í almannahagsmunum, alltaf að reyna að hugsa um hagsmuni almennings og gera betra samfélag.“

Helga segist hafa lent í ýmsum ólgusjó sem forstjóri Persónuverndar í þau rúmu átta ár sem hún hefur gegnt starfi forstjóra, meðal annars að takast á við sterk öfl í íslensku samfélagi, til að mynda heilbrigðisráðuneytið í vetur. „Ég hef þurft að takast á við sterka forstjóra í einkafyrirtækjum, ég hef þurft að takast á við ráðuneyti, við höfum þurft að sekta stofnanir, sekta ráðuneyti, sekta fyrirtæki.“

„En ertu ekki að fara að lögunum?“ spurði Helgi. 

„Jú, en trúðu mér, að hafa dug og þor til að fara að lögunum, það eru ekkert allir sem fara þá leið. Það er miklu auðveldara að líta framhjá og segja: Já við skulum hafa slaka,“ svaraði Helga.  

Helgi spurði í framhaldinu hvort þessir aðilar hafi reynt að hafa áhrif á hana. „Það hafa komið upp stundir,“ svaraði Helga, sem var beðin um að nefna dæmi. „Það hafa komið símtöl á minni starfstíð og það hafa komið bréfsefni, svona ábendingar um það hvort Persónuvernd ætli ekki að breyta umsögn sinni og svo framvegis.“

„Trúðu mér, að hafa dug og þor til að fara að lögunum, það eru ekkert allir sem fara þá leið.“
Helga Þórisdóttir,
forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi

Helga var ekki á því að nefna dæmi í beinni útsendingu. En hún vildi vera heiðarleg. Aðspurð hvort ráðherrann, sem í þessu tilfelli er Willum Þór Þórsson, hefði hringt sagði Helga að „það er alltaf einhver sem hringir fyrir hönd einhvers“.  

„Það var gengið dálítið fast að okkur um það að endurskoða umsögn um breytingar á lögum um vísindi og rannsóknir á heilbrigðissviði,“ hélt Helga áfram.  

„Var það Decode?“ spurði Helgi og átti þá við Íslenska erfðagreiningu undir stjórn Kára Stefánssonar. Helga sagði heilbrigðisráðuneytið hafa krafist þess að Persónuvernd myndi endurskoða ákveðna umsögn. „Við náttúrulega endurskoðum ekki umsögn, við erum að fara að lögum.“ 

„Það var heilbrigðisráðuneytið sem gerði það?“ ítrekaði Helgi.  

„Við vorum beðin um að endurskoða umsögn,“ svaraði Helga. Hún sagðist hafa lent í því að verða forstjóri stofnunar sem fær gríðarlegar heimildir. „Við fáum tveggja milljarðar heimildir til að sekta stjórnvöld og fyrirtæki, við þurfum að fara vel með það.“ 

Helga sagðist vera heiðarleg og yfirveguð og í starfi sínu sem forstjóri Persónuverndar hafi hún tekið málefnalegar ákvarðanir og þorað að sýna festu og standa í fæturna. „Ég hef ekki gert neitt annað alla mína hunds- og kattartíð. Og það er kannski erfitt og sjaldan sem fólki finnst svona á götunni en bara fyrirgefið, hér er ég, þess vegna fór ég líka í þetta forsetaframboð.“

„Þessi afskipti heilbrigðisráðuneytisins af þessari umsögn urðu ekki til þess að þið breyttuð umsögninni,“ spurði Helgi. 

„Nei,“ svaraði Helga, sem er nú í leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar á meðan hún er í framboð til forseta Íslands.

Hér má horfa á Pressu þar sem forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór Jónsson, Helga Þórisdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mættust. Fyrri hluti þáttarins er öllum aðgengilegur en áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinni: 

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Hmmmm... núna er búið að birta umsagnir Persónuverndar og ÍE á samráðsgáttinni. Það brýtur í bága við góða stjórnsýsluhætti og viðmið um opið samráð að "fela" umsagnir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár