Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, segir framboð sitt ekki vera persónulegt gegn Katrínu þó svo hún hafi verið gagnrýnin um ríkisstjórn hennar. Hún segir forsetakosningarnar í ár vera afar pólitískar.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sagðist í nýjasta þætti Pressu, ekki vera bjóða sig fram vegna persónulegrar óvildar í garð Katrínu Jakobsdóttur.

Á meðan Katrín lá undir feldi um væntanlegt forsetaframboð, birti Steinunn Ólína færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist ekki treysta Katrínu í embætti forseta Íslands, að fenginni reynslu. Í færslunni lofaði Steinunn að hún myndi bjóða sig fram gegn Katrínu, ákveði hún fari hún fram.

 „Mér fyndist það bera vott um oflæti og að auki fyndist mér hún með því sýna þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu og það get ég ekki sætt mig við.“

4. apríl, degi áður en Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um framboð sitt, birti Steinunn Ólína ávarp á Facebook-síðu sinni þar hún tilkynnti um framboð sitt. Athygli vakti að í ávarpinu var hvergi minnst á Katrínu. 

Spurð nánar út í forsendurnar að baki framboði sínu og gagnrýni hennar gagnvart Katrínu segist Steinunn Ólína ekki hafa verið gagnrýnin á Katrínu sem einstakling. Hins vegar hafi hún verið gagnrýnin á ríkisstjórn hennar. 

„Það er eins og það sé einhver skömm af því að fylgjast með því sem gerist í sínu landi og skrifa um það. Ég hafna því. Það er bara hluti af því að vera þjóðfélagsþegn að fylgjast með því sem fer fram og það vill svo til að hún var forsætisráðherra í þessari ríkisstjórn sem ný, er nú breytt. En þetta er ekki vitund persónulegt,“ sagði Steinunn Ólína.

Vill forseta sem er ekki hluti af stjórnmála- og embættismannakerfinu 

Í þættinum sagði Steinunn Ólína að fólk hefði hvatt sig til að fara fram, meðal annars vegna þess að hún stendur fyrir utan stjórnmálin, embættismannakerfið og hafi engra viðskiptalegra hagsmuna að gæta.

Hins vegar hafi hún skoðanir á ýmsum málefnum sem hún sé óhrædd við að tjá opinberlega um. Þá segist hún bjóða sig fram fyrir fólkið í landinu sem upplifir valdaleysi gagnvart stjórnvöldum. 

„Nú er á Íslandi, það má bara segja að ráðherrarnir haga sér eins og ríki í ríkinu. Á þinginu fara fram leiksýningar sem enginn skilur um hvað ræðir og svo eru teknar ákvarðanir af ráðherrum og fulltrúar þjóðarinnar í ýmsum flokkum, það er bara gert grín að þeim í stjórnarandstöðunni þegar þau reyna vinna fyrir sína umbjóðendur og koma þeirra áhyggjuefnum á framfæri.“

Segir kosningarnar í ár vera mjög pólitískar

Steinunn Ólína telur hún að frambjóðendur ættu ekki að fara í grafgötur með það að forsetakosningarnar í ár eru pólitískar.

„Það eru mjög stór mál undir og það skiptir verulegu máli að íslenska þjóðin, og þá er ég ekki að tala um sjálfa mig, íslenska þjóðin veljir sér forseta sem getur staðið sjálfstæður og lætur ekki grauta í sér af embættismannakerfinu eða stjórnmálunum og getur staðið fast með hagsmunum þjóðarinnar. Og, hagsmunir þjóðarinnar eru mínir hagsmunir.“   

Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum hér:

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
3
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.
Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
6
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár