Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, vill ekki tjá sig um lagafrumvarp um laxeldi sem nú er til meðferðar á Alþingi og hún kom að sem settur matvælaráðherra. Þetta kemur fram í svörum frá Katrínu við spurningum Heimildarinnar um skoðanir hennar á frumvarpinu. Frumvarpið hefur vakið hörð viðbrögð, ekki síst vegna þess að samkvæmt því eiga laxeldisfyrirtækin á Íslandi að fá ótímabundin leyfi til að stunda sjókvíaeldi hér á landi. Þrír matvælaráðherrar úr VG hafa komið að frumvarpinu, Katrín, Svandís Svavarsdóttir og nú Bjarkey Gunnarsdóttir.
Þegar frumvarpinu var dreift á Alþingi í lok apríl eftir breytingar sem gerðar voru á því í matvælaráðuneytinu var hún settur matvælaráðherra og kom hún persónulega að ákveðnum breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu samkvæmt heimildum. Auk þess sat hún fundi sem matvælaráðherra þar sem rætt var ítarlega um inntak frumvarpsins. Katrín vill samt ekki tjá …
Og
"Þegar frumvarpinu var dreift á Alþingi í lok apríl eftir breytingar sem gerðar voru á því í matvælaráðuneytinu var hún settur matvælaráðherra og kom hún persónulega að ákveðnum breytingum sem gerðar voru á frumvarpinu samkvæmt heimildum. "
Ótímabundin rekstrarleifi til handa rekstrarhöfum í sjókvíaeldi gerðist á lokametrunum í anda gjafakvótakerfisns. Þetta segir allt um Katrínu. Henni er ekki treystandi.
Svo þarf að innleiða lög gegn vistmorði (En: 'Ecocide'), hérlendis. Við yrðum með þeim fyrstu til að setja slík lög. Slík lög eru víða í undibúningi og munu raungerast, fyrr eða síðar. Við ættum að drífa í því að vera í fararbroddi með slíkri lagasetningu. Náttúran verður að vera í öndvegi, ALLTAF.
Einhvern veginn verður íhaldið að launa henni fylgisspektina :-) :-) :-)