Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Katrín með minna fylgi en bæði Halla Hrund og Baldur

Einn fram­bjóð­andi er bú­inn að fimm­falda fylgi sitt á rúm­um tveim­ur vik­um á með­an að ann­ar mæl­ist nú í fyrsta sinn ekki með mest fylgi allra í kosn­ingspá Heim­ild­ar­inn­ar.

Katrín með minna fylgi en bæði Halla Hrund og Baldur

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er nú sá frambjóðandi til forseta Íslands sem mælist með mest fylgi allra í kosningaspá Heimildarinnar, sem vigtar þær skoðanakannanir sem gerðar eru. Alls segjast 24,9 prósent svarenda ætla að kjósa hana nú og er það í fyrsta sinn sem hún leiðir sem frambjóðandi frá því að farið var að gera kosningaspár fyrir komandi kosningar rétt fyrir miðbik aprílmánaðar. Halla Hrund hefur bætt við sig næstum 20 prósentustigum á rúmum hálfum mánuði og fylgi hennar hefur því fimmfaldast á þeim tíma. 

Þeir frambjóðendur sem hafa orðið fyrir mestu fylgistapi vegna uppgangs Höllu Hrundar eru Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team.

Fylgi Katrínar mælist nú 23,7 prósent og hefur dregist saman um 7,3 prósent frá 13. apríl. Samkvæmt nýjustu spánni situr Katrín nú í þriðja sæti yfir þá frambjóðendur sem mælast með mest fylgi. Það er í fyrsta sinn í kosningaspám Heimildarinnar vegna forsetakosninganna sem hún mælist ekki með mest fylgi allra. Jón hefur tapað minna en Katrín, eða alls 3,5 prósentustigum frá fyrstu spá, og mælist nú með 15,5 prósent stuðning.

Halla Tómasdóttir er hins vegar komin niður í fjögur prósent eftir að hafa mælst með sjö prósent fylgi fyrir rúmum tveimur vikum. Hún hefur því hlutfallslega tapað um 43 prósent af fylgi sínu á umræddu tímabili og þrátt fyrir að sitja í fimmta sæti yfir þá frambjóðendur sem eru með mest fylgi þá er hún meira 11,5 prósentustigum frá Jóni Gnarr í fjórða sætinu. 

Baldur stöðugri

Baldur Þórhallsson sker sig úr hópnum sem nýtur mest fylgis á þann hátt að fylgi hans hefur verið stöðugra en hinna þriggja. Það mælist sem stendur 24,2 prósent, sem er það minnsta sem Baldur hefur mælst með, en það er samt sem áður undir tólf prósent minna fylgi en það sem hann mældist mest með.

Til samanburðar hefur fylgi Katrínar fallið um tæplega 24 prósent frá því að það toppaði og fylgi Jóns Gnarr um rúmlega 18 prósent. 

Þeir fjórir frambjóðendur sem mælast með mest fylgi mættust í fyrsta sinn í kappræðum í Pressu á Heimildinni síðastliðinn föstudag. Áhuginn á þættinum var mikill og metaðsókn var á vef Heimildarinnar á meðan að á þættinum stóð. Hægt er að horfa á hann í heild hér að neðan. 

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómari, mælist með þriggja prósenta fylgi og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona með 1,6 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast samtals með 3,1 prósent stuðning. 

Í dag varð líka ljóst hversu margir muni berjast um að verða næsti húsráðandi á Bessastöðum, en kosið verður laugardaginn 1. júní. Af þeim 13 sem skiluðu inn meðmælendalistum fyrir lokafrest á föstudag teljast ellefu löglegir frambjóðendur. Þau eru, auk ofangreindra, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson og Helga Þórisdóttir. Framboð Kára Vilmundarsonar Hansen og Viktors Traustasonar voru úrskurðuð ógild. 

Hvað er kosningaspáin?

Kosningaspáin er unnin í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson. Hann hefur keyrt kosningaspálíkan sem hann smíðaði fyrir fyrirrennara Heimildarinnar í öllum kosningum sem fram hafa farið á Íslandi síðastliðinn áratug, og mun gera það í aðdraganda forsetakosninganna einnig.

Líkanið miðar að því að setja upplýsingar sem skoðanakannanir veita í samhengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar reglu­lega í Heimildinni, jafnt á prenti og vef, í aðdrag­anda kosn­inga.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spánni verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
3
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár