Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?

Þeir for­setafram­bjóð­end­ur sem mæl­ast með hvað mest fylgi í skoð­ana­könn­un­um telja flest­ir að að­ild Ís­lands að Atlants­hafs­banda­lag­inu hefði átt að fara til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir eng­an vafa að að­ild að ESB ætti að fara fyr­ir þjóð­ina.

Hvenær hefðu fyrrum forsetar átt að nýta málskotsréttinn?

Í nýjasta þætti Pressu voru fjórir forsetaframbjóðendur spurðir hvaða málum þeim finnst hafa átt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu í gegnum tíðina. 

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nefndi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. „Sem er það stórt og mikið mál að það hefði til dæmis átt heima hjá þjóðinni. Það má líka velta fyrir sér hvort aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, hefði ekki átt að vera það líka.“

Telur Baldur að það að Vigdís Finnbogadóttir hafi skoðað EES-málið í heilan mánuð hafi sýnt fram á að málskotsrétturinn hafi verið virkur. „Ég skoðaði þetta sjálfur og skrifaði ítarlega fræðigrein um þetta. Vigdís tók sjálfstæða ákvörðun og mat það þannig að kostnirnir væru meiri en gallarnir.“ Baldur segist þó velta fyrir sér hvort svona mikla breytingu á stjórnskipan landsins ætti ekki að vísa til þjóðarinnar. 

Myndi taka samtalið fyrst

Halla Hrund Logadóttir tók undir að EES hefði verið mál sem skoða hefði þurft vel. „Ég vil segja að í samhengi við neitunarvaldið að þá mun ég alltaf sem forseti nota fyrst samtalið. Nota fyrst rödd mína áður en að kemur til neitunarvaldsins. Því það er auðvitað hægt að beita þessu dagskrárvaldi til þess að hafa áhrif á orðræðuna.“ 

Aðspurð sagðist Halla Hrund eiga bæði við um einkasamtöl og opinbera umræðu. Sagðist hún þá eiga við veigamikil mál. „Sem hafa grundvallarbreytingar á stjórnskipan eða langtímaáhrif á samfélagið, eins og til dæmis Icesave-málið. Ég er að tala um í þeim undantekningarsamtölum.“

Hún segir að í málum sem varða grundvallarmál s.s. auðlindir landsins verði forsetinn að vera vakandi fyrir langtímahagsmunum þjóðarinnar. 

Engin spurning að vísa aðild að ESB til þjóðarinnar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sagðist vera að mörgu leyti sammála Baldri. „Bæði málin sem hann nefnir – EES og Atlantshafsbandalagið – eru svona  grundvallarmál með langtímaáhrif. En að sama skapi er erfitt að setja sig í spor þeirra sem þá voru.“

Katrín segir að ekki nokkur spurning sé um að vísa ætti aðild Íslands að Evrópusambandinu til þjóðarinnar ef að því kæmi. Það færi þó ekki til forseta vegna þess að það myndi ekki heyra undir lög. 

Vill Katrín meina að fyrri beiting á málskotsrétti sýni að einhverju leyti skort á meðvirkni fyrrverandi stjórnmálamanna í embætti forsetans. „Nú eigum við þrjú dæmi um það að málskotsrétturinn hafi verið virkjaður. Og það var nú forseti með aldeilis pólitískan bakgrunn – Ólafur Ragnar Grímsson.“

Katrín nefnir að Ólafur Ragnar hafi ekki hikað við að beita málskotsrétti sínum í Icesave-málinu þrátt fyrir að meirihluti þáverandi ríkisstjórnar hefðu verið fyrrum félagar hans úr Alþýðubandalaginu. „Stundum er einmitt betra að þekkja vel til, hafa skilninginn á gangvirki stjórnmálanna. Ég held jafnvel að það geri mann hæfari til þess. Að vera einmitt ekki meðvirkur með stjórnmálunum að hafa kynnst þeim með djúpum hætti,“ segir Katrín. 

Forsetinn þurfi alltaf að vera í nánu sambandi við þjóðina

Jón Gnarr sagðist sammála því sem hinir frambjóðendurnir sögðu. „Það sem mér datt í hug var inngangan í NATO á sínum tíma. Mér hefur alltaf fundist það mál sem hefði átt að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég man nú ekki eftir neinu öðru sem að mér finnst að forsetinn hefði átt að íhlutast um,“ sagði hann.

Jón segist enn fremur hafa verið sammála ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa Icesave til þjóðarinnar á sínum tíma. „En við gleymum því ekki heldur að það var bara heil hreyfing á bakvið það og það var mjög hávær rödd í samfélaginu að vísa þessum lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig þetta var ekki bara eitthvað sem hann tók upp hjá sjálfum sér.“ Jón segir að sitjandi forseti þurfi alltaf að vera í nánu sambandi við þjóðina, þjóðarsálina og þjóaðrviljann.  

Baldur tók aftur til máls um málið og sagði að sér þætti mikilvægast að forsetinn hefði aðeins notað málskotsréttinn þrisvar. Þingið viti þó vel að forsetinn liti yfir öxlina á sér. Hann þyrfti því ekki að tjá sig með stórbarkalegum hætti. „ Þess þarf ekki. Ef menn bara vita það að sá sem að situr á Bessastöðum mun nýta þennan neyðarhemil ef þess þarf.“ 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár