Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

„Ég ætla að koma með eina litla hugmynd. Nú eigum við þessa ríku Íslensku menningu í kóra hefðinni okkar.“ sagði Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi í þætti Pressu. 

Í þættinum var Halla spurð hvað hún ætti við þegar hún sagði, í kosningamyndbandi sínu, að hún myndi vinna að því að fjölga tækifærum allra í landinu, ásamt því að efla samkennd og samstöðu landinu.

Sagði Halla að nú væri kjörið tækifæri til þess að „þétta raðirnar og hluti af því er draga saman betur tækifæri á mill ólíkra hópa í samfélaginu.“

Mikil skautun er í samfélaginu gagnvart fjölmenningu og málefnum innflytjenda og flóttafólks hefur verið áberandi í umræðunni undafarið. Taldi Halla þörf á að beita skapandi hugsun og lausnum til þess að leysa viðfangsefni af þessu tagi.

Kom hún með þá tillögu að í stað þess að setja fólk í íslensku skóla, „af hverju erum við ekki að draga fólk inn í svoleiðis starf, kórastarf? Læra tungumálið okkar í gegnum söng og íslenskuna. Sjá hvert annað í nýju ljósi í gegnum svoleiðis samvinnu.“

Þegar kemur að því að innleiða fólk inn í samfélagið vill Halla Hrund að við séum dálítið klók í því hvernig við ætlum að nálgast þessi mál og það á ekki bara við um fólk sem að hefur komið hingað annars staðar frá. Þetta gildir líka að fatlað fólk fái líka að vera partur af samfélaginu á alla vegu, að við séum að tengja betur á milli kynslóða bara heilt yfir.

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ég ætla að vona að forsetaframbjóðandi hafi meira vit í kollinum en kemur fram í þessari grein að útlendingar eigi að "læra tungumálið gegnum söng og íslenskuna". Í gegnum hvaða annað tungumál ættu þeir að læra íslensku
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár