„Ég ætla að koma með eina litla hugmynd. Nú eigum við þessa ríku Íslensku menningu í kóra hefðinni okkar.“ sagði Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi í þætti Pressu.
Í þættinum var Halla spurð hvað hún ætti við þegar hún sagði, í kosningamyndbandi sínu, að hún myndi vinna að því að fjölga tækifærum allra í landinu, ásamt því að efla samkennd og samstöðu landinu.
Sagði Halla að nú væri kjörið tækifæri til þess að „þétta raðirnar og hluti af því er draga saman betur tækifæri á mill ólíkra hópa í samfélaginu.“
Mikil skautun er í samfélaginu gagnvart fjölmenningu og málefnum innflytjenda og flóttafólks hefur verið áberandi í umræðunni undafarið. Taldi Halla þörf á að beita skapandi hugsun og lausnum til þess að leysa viðfangsefni af þessu tagi.
Kom hún með þá tillögu að í stað þess að setja fólk í íslensku skóla, „af hverju erum við ekki að draga fólk inn í svoleiðis starf, kórastarf? Læra tungumálið okkar í gegnum söng og íslenskuna. Sjá hvert annað í nýju ljósi í gegnum svoleiðis samvinnu.“
Þegar kemur að því að innleiða fólk inn í samfélagið vill Halla Hrund að við séum „dálítið klók í því hvernig við ætlum að nálgast þessi mál og það á ekki bara við um fólk sem að hefur komið hingað annars staðar frá. Þetta gildir líka að fatlað fólk fái líka að vera partur af samfélaginu á alla vegu, að við séum að tengja betur á milli kynslóða bara heilt yfir.“
Athugasemdir (1)