Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spyr hvort tengsl flóttafólks við hryðjuverkasamtök verði rannsökuð

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks vill fá að vita hvort til standi að rann­saka bak­grunn flótta­fólks út frá mögu­leg­um tengsl­um við hryðju­verka­sam­tök. Tæp­ur ára­tug­ur er síð­an að ann­ar þing­mað­ur flokks­ins velti fyr­ir sér bak­grunns­skoð­un á flótta­fólki og var for­dæmd­ur fyr­ir af allri flokks­for­yst­unni.

Spyr hvort tengsl flóttafólks við hryðjuverkasamtök verði rannsökuð
Kallar eftir svörum Birgir Þórarinsson spurði meðal annars um um hvaða úrræði séu fyrir hendi til „að flytja af landi brott aðila sem ríkislögreglustjóri telur að hafi vilja eða getu til hryðjuverkastarfsemi.“ Mynd: Davíð Þór

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hann óskar eftir upplýsingum um þau áform sem ráðherrann hafi „um aukna rannsókn á bakgrunni umsækjenda um alþjóðlega vernd út frá hugsanlegum tengslum við hryðjuverkasamtök?“ Hann vill einnig fá upplýsingar um til hvaða aðgerða Guðrún hyggst gríða, til dæmis sem snúa að landamæravörslu vegna hættumats ríkislögreglustjóra sem birt var í febrúar, en samkvæmt því er Ísland á þriðja hættustigi af fimm, sem merkir að aukna ógn á hryðjuverkum og að „til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka.“

Í fyrirspurn Birgis, sem hann segir að snúist um varnir íslensks samfélags gegn hryðjuverkum, er líka spurt um hvaða úrræði séu fyrir hendi til „að flytja af landi brott aðila sem ríkislögreglustjóri telur að hafi vilja eða getu til hryðjuverkastarfsemi, eins og fram hefur komið …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Need we say more ?

    https://www.youtube.com/watch?v=M65Cf4c5oVo

    https://www.youtube.com/watch?v=vzhdPsCgrjU
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár