Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
Birgir Þórarinsson sagði að það vekti óneitanlega spurningar hvers vegna kvennadeildin hafi ekki verið með í áætluðum flutningum yfir á nýja Landspítalans og sagði það hafðu verið mikil mistök.

Ístörfum þingsins fór Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hörðum orðum um aðgerðarleysi Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Diljá Mist sagði að skilaboð Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi hefðu vakið athygli sína. „Hún telur landsmenn hafa miklar væntingar til þess að hún komi þeim til bjargar, rífi hlutina í gang og rétti af ranga stefnu Íslands. Þessir landsmenn hljóta í það minnsta að búa annars staðar en í Reykjavík.“

Diljá Mist sagði að þeir sem búi í borginni þekktu vel ferilskrá Samfylkingarinnar sem hefur stýrt borginni í áratugi. „Við borgum himinhá fasteignagjöld en fáum ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar. Við erum með yfirfullar ruslatunnur þrátt fyrir hlutastarf við flokkun og við finnum ekki samastað í borginni á yfirfullum og rándýrum þéttingarreitum enda flýja borgarbúar unnvörpum í nágrannasveitarfélögin og lengra. Við sitjum föst í bílaumferð á hverjum degi.“

Undir lok ræðunnar sagði Diljá Mist að Samfylkingunni væri nær að lofa Reykvíkingum að rífa hlutina í gang og „koma borginni aftur á rétta braut. Þar hefur Samfylkingin umboð og tækifæri, ekki í framtíðinni heldur núna.“

Mistök að gera ekki ráð fyrir nýrri Kvennadeild á nýja Landspítalanum 

Ekki er gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum„Húsnæði kvennadeildar var ekki hannað fyrir þá starfsemi sem fer fram í dag.“

Næsti ræðumaður var Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem ræddi slæma stöðu bygginga og álma á vegum Landspítalans vegna myglu. „Ljóst má vera að verkefni að uppræta myglu í húsnæði Landspítalans er stórt og það er brýnt.“

Birgir beindi sjónum sínum sérstaklega að kvennadeildinni. „Þar hefur verið viðvarandi mygluvandamál um árabil og nýlega bárust fréttir af því að mygla er þar mun meiri en talið var í fyrstu. Töluverð langtímaveikindi eru meðal starfsmanna sem rekja má til myglu og skjólstæðingar kvennadeildar sem eru með mygluóþol eiga erfitt um vik að dvelja í húsinu vegna myglu.“

Nefndi Birgir dæmi um að starfsmenn sneru ekki aftur til vinnu eins og staðan væri nú. „Húsnæði kvennadeildar var ekki hannað fyrir þá starfsemi sem fer fram í dag. Starfsemi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og er farið að þrengja að henni. Ofan á þetta bætist síðan þessi alvarlega staða vegna myglu.“ 

Birgir sagði að það veki óneitanlega spurningar hvers vegna kvennadeildin hafi ekki verið með í fyrirætlunum um flutninga yfir á nýja Landspítalans og sagði það hafðu verið mikil mistök. 

„Ísland er kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki“

„Við tölum ekki nógu mikið um hákarla í þessum sal,“ voru upphafsorð Jóhanns Páls Jóhannessonar, þingmanns Samfylkingarinnar. „Ísland er kjörlendi fyrir smálánafyrirtæki sem notfæra sér neyð fólks, sem notfæra sér og græða á þeirri stöðu að fleiri og fleiri heimili hafa átt erfitt með að ná endum saman í tíð þessarar ríkisstjórnar sem hefur misst efnahagsmálin gersamlega úr böndunum eins og kristallast í mikilli og þrálátri verðbólgu og einhverjum hæstu vöxtum í hinum vestræna heimi.“

Jóhann Páll sagði „hákarlana“ eða smálánafyrirtækin, notfæra sér örþrifaráð fólks.

„Hér voru sett innheimtulög árið 2008 og í kjölfarið reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, mikilvæg skref í rétta átt, en þessar reglur eru komnar til ára sinna og duga ekki til að verja neytendur gegn ósanngjörnum innheimtuaðferðum og smálánafyrirtækin komast mjög auðveldlega í kringum þessar reglur.“

Jóhann Páll og þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram lagafrumvarp „um að samanlagður kostnaður við frum-, milli- og löginnheimtu verði aldrei hærri en höfuðstóll kröfunnar sem er til innheimtu hverju sinni. Þetta eru breytingar sem Neytendasamtökin hafa lengi kallað eftir, þetta er í takt við reglur sem hafa verið settar í Svíþjóð og Danmörku og ég trúi ekki öðru,“ sagði hann.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár