Hringur af sjókví frá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi fauk út á sjó í Patreksfirði um helgina og rak á land við Raknadalshlíð í firðinum. Vegfarandi sem átti leið um náði mynd af því þegar hringinn hafði rekið að landi. Eftir að hafa skoðað myndina frá vegfarandanum leitaði Heimildin skýringa á veru umræddar sjókvíar uppi í harða landi.
„Það var ekkert tjón á fólki eða útbúnaði.“
Laxeldisfyrirtækið er með aðstöðu til að þrífa hringi af sjókvíum, þann hluta þeirra sem sést á yfirborði sjávar þar sem laxeldi í sjókvíum er stundað, við flugvöllinn á Patreksfirði. Umræddur hringur fauk þaðan í óveðri sem gekk yfir Vestfirði um helgina.
Forstjóri Arnarlax, Björn Hembre, segir í svari í sms-skilaboðum til Heimildarinnar um málið: „Um var að ræða tóma …
Athugasemdir