Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjögur fræknustu í Pressu

Katrín, Bald­ur, Jón Gn­arr og Halla Hrund mæt­ast í fyrsta sinn í kapp­ræð­um í Pressu.

Frambjóðendurnir fjórir sem mælst hafa með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir forsetakjöri munu mætast í Pressu sem sýndur verður klukkan 10 á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur frambjóðenda deilir sviðinu í umræðuþætti fyrir kosningar. 

Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson hafa hingað til skorað hæst í könnunum. Katrín hefur oftast leitt, en Baldur einnig komist efstur á blað í könnunum í þessari viku. Jón Gnarr mældist lengst af þriðji hæstur en Halla Hrund Logadóttir mældist með meira fylgi en hann í könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið í vikunni.

Það er því öruggt að talsvert meiri spenna verður í þessum forsetakosningum en í ár eða áratugi jafnvel. 

Spennan verður síst minni þegar frambjóðendurnir mætast fjögur í Pressu á föstudaginn. Þátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar klukkan 10 og verður fyrri hluti hans opinn öllum. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár