Ætli það hafi í annan tíma verið eins yfirgengilegt magn orðræðu í umferð og á þessum dögum sem nú eru að líða. Hún vellur og bullar og flæðir úr öllum kimum, í hugann kemur ljóð Þórbergs Þórðarsonar um „sósurnar“ (tilfært eftir minni): „Sósurnar koma austan að, sósurnar koma norðan að, sósurnar koma sunnan að, sósurnar koma vestan að …“ og endar með því að ljóðmælandinn er búinn að fá sig fullsaddan og biður um eitthvað bitastæðara.
Orðræðan er alls staðar, úr öllum áttum, það eru allir ýmist með í eyrunum eða fyrir augunum. Við sem hjólum þurfum iðulega að taka mið af gangandi vegfaranda sem hvorki heyrir né sér, svo gersamlega er hann klipptur frá umhverfi sínu. Um daginn hjólaði ég fram á unga konu sem var úti að ganga með kjölturakka sem hljóp eins langt og ólin náði á meðan hún sjálf var með augun á skjá. Fræg smásaga …
Athugasemdir (3)