Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ég drap mig næstum á vinnu

Martyna Daniel lærði það þrí­tug að sama hversu áhuga­verð og skemmti­leg vinna er þá má hún ekki taka yf­ir alla hluta lífs­ins. Hún fór í kuln­un og veik­inda­leyfi en fór svo að starfa á Borg­ar­bóka­safn­inu og vinn­ur í dag sem sér­fræð­ing­ur fjöl­menn­ing­ar­mála þar enda kann hún frönsku, spænsku, pólsku, ensku og ís­lensku.

Ég drap mig næstum á vinnu

Ég heiti Martyna Daniel og ég er á leiðinni í vinnuna á Borgarbókasafninu í Grófinni. Ég vinn þar sem sérfræðingur í fjölmenningamálum og er að skipuleggja viðburði á mörgum tungumálum og virkja þátttöku mismunandi notenda bókasafnsins frá mismuandi menningarheimum og fá fólk til að hittast fyrir utan þeirra eigin tungumálabúbblu.

Ég tala ensku, frönsku og pólsku, ég tala líka spænsku. Mamma mín er frá Póllandi og pabbi frá Suður-Ameríku og ég fæddist í Sviss. Það dýrmætasta sem ég hef lært af starfinu er að gera tilraunir með mismunandi gerðir af lýðræðislegum umræðum. Því hópurinn sem ég er að sinna er jaðarsettur hópur sem er vanur hörku í sinn garð í umræðum. Við erum að gera tilraun núna þar sem við bjóðum fólki í umræðu og lautarferð inni á safninu. Fólk fer úr skónum, sest á gólfið og deilir mat og talar saman.  

Ég held að stærsti lærdómur lífs míns hingað til sé að gleyma því ekki að þrátt fyrir að vinnan sé áhugaverð og heillandi má hún ekki taka yfir alla hluta lífs þíns. Ég var einu sinni í aðstæðum þar sem ég vann allt of mikið fyrir fyrirtæki sem kunni ekki að meta mig og framlag mitt. Ég drap mig næstum á þessari vinnu, ég missti mig og fór í massa kulnun. En síðan kann ég að meta hvert einasta augnablik með vinum mínum, í göngutúrum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að læra þetta svona snemma í lífi mínu en þetta gerðist þegar ég var þrítug. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Menn hvorki eru né ættu að leggjast sem húsdýr undir bónda sem kallar sig vinnuveitanda. Fólkið sem þarf að selja krafta sína er vinnuveitandinn. Höfum það á hreinu. 🙂
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu