Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti í dag skýrslu, þar sem lagt er mat þróun ríkisfjármála hjá 80 mismunandi ríkjum heims. Tilefni skýrslunnar er að leggja mat á stöðu ríkisfjármála í hverju ríki fyrir sig með hliðsjón af þeim fjölmörgu kosningum sem mun fara fram á árinu.
Í skýrslunni spáð talsvert meiri hallarekstri á rekstri hins opinbera til lenri tíma en gert ráð fyrir í fjármálaáætlun sem nýr fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, kynnti á Alþingi fyrir skömmu.
Í skýrslu AGS er spáð halla sem nemur um 2,1 prósentum vergri landsframleiðslu. Gróflega reiknað er það um 95 milljarða króna halli. Í nýútgefinni fjármálaáætlun er hins vegar gert ráð fyrir um 159 milljarða króna halla árið 2024. Á þessu ári spáir ný fjármáláætlun því talsvert meiri hallarekstri en AGS, eða um 64 milljarða króna meiri.
Bölsýni til lengri tíma
Hins vegar eru greinendur hjá AGS til lengri tíma svartsýnni en stjórnvöld hér. …
Athugasemdir