Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins

Skrif­stofa Al­þing­is mun fram­kvæma grein­ingu á úr­skurði Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Nið­ur­staða dóms­ins var að ís­lenska rík­ið hef­ið brot­ið mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu í al­þing­is­kosn­ing­un­um 2021. „Við hljót­um að þurfa að líta í eig­in barm og velta því fyr­ir okk­ur hvernig það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir þau brot sem voru fram­in,“ seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata.

Skrifstofa Alþingis mun framkvæma greiningu á niðurstöðu dómsins
Stjórnarandstaðan ræddi um æskileg viðbrögð Alþingis við úrskurði MDE á þingi í dag.

Áður en hefðbundin dagskrá hófst á þingfundi í dag fóru nokkrir þingmenn í pontu og ræddu niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í dagskrárliði um fundarstjórn forseta Alþingis.

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) komst í morgun að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021. Var það í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis. 

Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að formenn þingflokkanna hefðu unnið með Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, að endurskoðun á stjórnarskránni. „Þar sem meðal annars var verið að skoða breytingar sem sneru að því að geta skotið ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar.“ Hún velti upp þeirri spurningu hvort að sú vinna myndi halda áfram og hvort að þær breytingar myndu ná í gegn áður en þing yrði rofið fyrir næstu kosningar. 

Þórunn Sveinbjarnardóttirhvatti þingheim til að taka niðurstöðuna alvarlega

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst taka málið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á morgun. „Þarna er bent á mjög alvarleg atriði sem löggjafanum ber að taka á.“ Hún hvatti þingheim til að taka niðurstöðuna alvarlega og „fara í það að breyta þeim lögum sem nauðsynlegt er að breyta og breyta ákvæðum stjórnarskrár.“ 

Í kjölfar ræðu Þórunnar tjáði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þingmönnum að hann hafi óskað eftir því að skrifstofa Alþingis framkvæmi greiningu á dómnum. 

Hljótum að þurfa að líta í eigin barm

Logi Einarssonvelti upp þeirri spurningu hverjar pólitísku afleiðingarnar yrðu af þessu máli.

„Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, íslensk lög tryggja ekki réttinn til frjálsra kosninga, grundvallarforsendu lýðræðisins,“ sagði Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann sagði það fortakslausa skyldu þingmanna að bæta úr þessu broti. Bæta þyrfti úr því „með breytingum á kosningalögum og stjórnarskrá. Um þetta hljótum við öll að vera sammála og það er brýnt að klára þetta helst í vor,“ sagði Logi. Hann velti upp þeirri spurningu hverjar pólitísku afleiðingarnar yrðu af þessu máli. 

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Loga. „Við hljótum að þurfa að líta í eigin barm og velta því fyrir okkur hvernig það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau brot sem voru framin þegar í rauninni kjörbréfanefnd ákvað og Alþingi ákvað að staðfesta eigið hæfi, staðfesta eigin kjörbréf. Ég sé ekki að við getum hlaupist undan þeirri ábyrgð.“ 

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði í sinni ræðu að það þyrfti eftirlit með kosningunum á Íslandi „og það er ekkert til að skammast okkar fyrir.“ Sagði hann Pírata hafa beðið „um að hingað kæmi Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu og hefði eftirlit með þessum kosningum. Það hefði betur verið gert vegna þess að þá hefðum við hlutlausa fagmenn til þess að skera úr um hvað hefði misfarist í þessum kosningum frekar en okkur sem, hversu góð sem við teljum okkur vera, erum ekki hlutlaus í þessu máli.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu