Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hugsar oft um áhrif seinni talningarinnar á líf sitt

Tveir þing­menn, sem komust inn á þing vegna end­urtaln­ing­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, segja nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu draga úr trausti til þings­ins. Þeir segj­ast báð­ir stund­um velta fyr­ir sér hvað seinni taln­ing­in hafði mik­il áhrif á líf þeirra.

Hugsar oft um áhrif seinni talningarinnar á líf sitt
Gísli Rafn og Jóhann Páll fengu jöfnunarsæti í stað Lenyu Rúnar Taha Karim og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Í dag komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið í bága við mannréttindasáttmála Evrópu við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunnarsson, sem ekki komust á þing í kjölfar endurtalningarinnar, fóru með málið fyrir dómstólinn. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að íslenska ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Endurtalningin árið 2021 hafði þau áhrif að fimm þingmenn komust á þing sem ekki var útlit fyrir að næðu inn í fyrstu. Það voru þeir Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannson, Orri Páll Jóhannsson, Guðbrandur Einarsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Áfellisdómur fyrir þingið sem dragi úr trausti til þess

„Brot á rétti einnar manneskju til frjálsra kosninga er brot á rétti okkar allra,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurður um afstöðu sína til úrskurðar MDE. „Það …

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Hvar er nýja stjórnarskráin?
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hér er sú nýjasta: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
      0
    • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
      Er að spyrja um þá nýju sem þjóðin kaus og þingið felur fyrir þjóðinni en ekki þá gömlu og vangæfu Guðmundur. ;)
      0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Af þeim sem þremur sem hafa verið í gildi er þetta sú nýjasta og sú eina sem þjóðin hefur kosið, en hún hefur aldrei verið falin.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár