Hugsar oft um áhrif seinni talningarinnar á líf sitt

Tveir þing­menn, sem komust inn á þing vegna end­urtaln­ing­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, segja nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu draga úr trausti til þings­ins. Þeir segj­ast báð­ir stund­um velta fyr­ir sér hvað seinni taln­ing­in hafði mik­il áhrif á líf þeirra.

Hugsar oft um áhrif seinni talningarinnar á líf sitt
Gísli Rafn og Jóhann Páll fengu jöfnunarsæti í stað Lenyu Rúnar Taha Karim og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Í dag komst Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið í bága við mannréttindasáttmála Evrópu við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunnarsson, sem ekki komust á þing í kjölfar endurtalningarinnar, fóru með málið fyrir dómstólinn. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að íslenska ríkið hafi brotið á rétti til frjálsra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Endurtalningin árið 2021 hafði þau áhrif að fimm þingmenn komust á þing sem ekki var útlit fyrir að næðu inn í fyrstu. Það voru þeir Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannson, Orri Páll Jóhannsson, Guðbrandur Einarsson og Gísli Rafn Ólafsson.

Áfellisdómur fyrir þingið sem dragi úr trausti til þess

„Brot á rétti einnar manneskju til frjálsra kosninga er brot á rétti okkar allra,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurður um afstöðu sína til úrskurðar MDE. „Það …

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Hvar er nýja stjórnarskráin?
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hér er sú nýjasta: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html
      0
    • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
      Er að spyrja um þá nýju sem þjóðin kaus og þingið felur fyrir þjóðinni en ekki þá gömlu og vangæfu Guðmundur. ;)
      0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Af þeim sem þremur sem hafa verið í gildi er þetta sú nýjasta og sú eina sem þjóðin hefur kosið, en hún hefur aldrei verið falin.
      -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu