Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum

Ís­lenska rík­ið braut lög við eft­ir­mála Al­þing­is­kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ár­ið 2021, að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunn­ars­son, sem hefðu kom­ist inn á þing fyr­ir end­urtaln­ingu, fá um tvær millj­ón­ir á mann í bæt­ur vegna máls­ins.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum
Náðu ekki inn Guðmundur og Magnús kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins vegna framkvæmdarinnar og uppskáru erindi sem erfiði.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp í morgun að íslenska ríkið hafi brotið á mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021, í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu atkvæða, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur gert íslenska ríkinu að greiða hvorum um sig 13.000 evrur í bætur, eða það sem nemur um tveimur milljónum króna. Magnús bauð sig fram fyrir Pírata og Guðmundur fyrir Viðreisn.

Málið snerist um meint misferli við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021, breytingar á úthlutun jöfnunarsæta í kjölfarið og rannsókn Alþingis á kærum eftir kosningar.

Eins og áður hefur komið fram voru talsverðir annmarkar á framkvæmd kosninganna en kjörgögn lágu óinnsigluð frá kjördegi og til talningadags daginn eftir. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Mannréttindadómstóllinn taldi að þótt málsmeðferð Alþingis vegna kvartana mannanna hefði verið sanngjörn, málefnaleg og tryggt nægilega rökstudda niðurstöðu, hefði hana skort nauðsynlegar varnir til þess að gæta hlutleysi og Alþingi hafi haft nær takmarkalaust vald til ákvarðana. 

Skekkjan hafði áhrif á fimm þingmenn 

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á snertu jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn varð Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son varð ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kom Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fór ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur varð Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum varð Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hjá Vinstri grænum varð Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi datt út af þingi. 

Tilkynningu um dóminn má lesa hér

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Hvers vegna hefur Katrín Jakobsdóttir ekki þurft að svara neinum spurningum varðandi þetta mál í forsetakosningabaráttunni? Hún ber ríka ábyrgð á brotlendingu þessa máls, að gera óboðlega framkvæmd góða og gilda með staðfestingu kjörbréfa samkvæmt lögleysuendurtalningu.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    🍌
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár