Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum

Ís­lenska rík­ið braut lög við eft­ir­mála Al­þing­is­kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ár­ið 2021, að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunn­ars­son, sem hefðu kom­ist inn á þing fyr­ir end­urtaln­ingu, fá um tvær millj­ón­ir á mann í bæt­ur vegna máls­ins.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum
Náðu ekki inn Guðmundur og Magnús kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins vegna framkvæmdarinnar og uppskáru erindi sem erfiði.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp í morgun að íslenska ríkið hafi brotið á mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021, í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu atkvæða, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur gert íslenska ríkinu að greiða hvorum um sig 13.000 evrur í bætur, eða það sem nemur um tveimur milljónum króna. Magnús bauð sig fram fyrir Pírata og Guðmundur fyrir Viðreisn.

Málið snerist um meint misferli við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021, breytingar á úthlutun jöfnunarsæta í kjölfarið og rannsókn Alþingis á kærum eftir kosningar.

Eins og áður hefur komið fram voru talsverðir annmarkar á framkvæmd kosninganna en kjörgögn lágu óinnsigluð frá kjördegi og til talningadags daginn eftir. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Mannréttindadómstóllinn taldi að þótt málsmeðferð Alþingis vegna kvartana mannanna hefði verið sanngjörn, málefnaleg og tryggt nægilega rökstudda niðurstöðu, hefði hana skort nauðsynlegar varnir til þess að gæta hlutleysi og Alþingi hafi haft nær takmarkalaust vald til ákvarðana. 

Skekkjan hafði áhrif á fimm þingmenn 

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á snertu jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn varð Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son varð ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kom Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fór ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur varð Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum varð Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hjá Vinstri grænum varð Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi datt út af þingi. 

Tilkynningu um dóminn má lesa hér

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SFG
    Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
    Hvers vegna hefur Katrín Jakobsdóttir ekki þurft að svara neinum spurningum varðandi þetta mál í forsetakosningabaráttunni? Hún ber ríka ábyrgð á brotlendingu þessa máls, að gera óboðlega framkvæmd góða og gilda með staðfestingu kjörbréfa samkvæmt lögleysuendurtalningu.
    1
  • Grétar Reynisson skrifaði
    🍌
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
3
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár