Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum

Ís­lenska rík­ið braut lög við eft­ir­mála Al­þing­is­kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ár­ið 2021, að mati Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Magnús Norð­dahl og Guð­mund­ur Gunn­ars­son, sem hefðu kom­ist inn á þing fyr­ir end­urtaln­ingu, fá um tvær millj­ón­ir á mann í bæt­ur vegna máls­ins.

Ríkið braut á mannréttindasáttmálanum í alþingiskosningum
Náðu ekki inn Guðmundur og Magnús kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins vegna framkvæmdarinnar og uppskáru erindi sem erfiði.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem kveðinn var upp í morgun að íslenska ríkið hafi brotið á mannréttindasáttmála Evrópu í alþingiskosningunum 2021, í kjölfar endurtalningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. 

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson, sem hefðu komist inn á þing miðað við fyrstu útgefnu talningu atkvæða en gerðu það ekki eftir endurtalningu atkvæða, fóru með málið til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur gert íslenska ríkinu að greiða hvorum um sig 13.000 evrur í bætur, eða það sem nemur um tveimur milljónum króna. Magnús bauð sig fram fyrir Pírata og Guðmundur fyrir Viðreisn.

Málið snerist um meint misferli við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2021, breytingar á úthlutun jöfnunarsæta í kjölfarið og rannsókn Alþingis á kærum eftir kosningar.

Eins og áður hefur komið fram voru talsverðir annmarkar á framkvæmd kosninganna en kjörgögn lágu óinnsigluð frá kjördegi og til talningadags daginn eftir. 

Það var samhljóma álit Mannréttindadómstólsins að ríkið hafi brotið á rétti til frjálra kosninga og rétti til skilvirks úrræðis.

Mannréttindadómstóllinn taldi að þótt málsmeðferð Alþingis vegna kvartana mannanna hefði verið sanngjörn, málefnaleg og tryggt nægilega rökstudda niðurstöðu, hefði hana skort nauðsynlegar varnir til þess að gæta hlutleysi og Alþingi hafi haft nær takmarkalaust vald til ákvarðana. 

Skekkjan hafði áhrif á fimm þingmenn 

Þær manna­breyt­ingar sem urðu þegar skekkjan í taln­ing­unni í Borg­ar­nesi kom í ljós á snertu jöfn­un­ar­þing­menn fimm flokka.

Hjá Við­reisn varð Guð­mundur Gunn­ars­son ekki þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is, heldur Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Suð­ur­kjör­dæm­is. Mið­flokks­mað­ur­inn Karl Gauti Hjalta­son varð ekki þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæmis og í stað hans kom Berg­þór Óla­son inn sem þing­maður Norð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­maður Sam­fylk­ingar fór ekki inn á þing fyrir Reykja­vík suð­ur, heldur varð Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­ur. Hjá Pírötum varð Lenya Rún Taha Karim ekki þing­maður í Reykja­vík norð­ur, heldur Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Hjá Vinstri grænum varð Orri Páll Jóhanns­son síðan þing­maður Reykja­víkur norð­ur, en Hólm­fríður Árna­dóttir odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi datt út af þingi. 

Tilkynningu um dóminn má lesa hér

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SFG
  Sveinn Flóki Guðmundsson skrifaði
  Hvers vegna hefur Katrín Jakobsdóttir ekki þurft að svara neinum spurningum varðandi þetta mál í forsetakosningabaráttunni? Hún ber ríka ábyrgð á brotlendingu þessa máls, að gera óboðlega framkvæmd góða og gilda með staðfestingu kjörbréfa samkvæmt lögleysuendurtalningu.
  1
 • Grétar Reynisson skrifaði
  🍌
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
6
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
9
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
8
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
3
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu