Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
Jón Gnarr vill verða næsti forseti Íslands. Mynd: Golli

„Ég hef ógeð á þessu. Mér finnst þetta algjörlega yfirgengilegur viðbjóður. Og ef ég mætti ráða myndi ég krefjast tafarlauss vopnahlés.“ Þetta segir Jón Gnarr, leikari og forsetaframbjóðandi, spurður hver hans afstaða er til ástandsins í Palestínu.

Jón var viðmælandi í þætti af hlaðvarpinu Vaktinn sem kom út í gær.  Umsjónarmenn þáttarins eru Birkir Björnsson og Jóhann Sveinsson.

Jón telur að ásættanleg lausn á deilum Ísraels og Palestínu væri ef Ísrael skilaði þeim landssvæðum sem það hefur tekið. „Og leggja niður þessar andstyggilegu landnemabyggðir sínar – eða landtökubyggðir – þar sem eitthvað nöttaralið er að byggja sér þorp inni í annarra landi. Mér finnst það yfirgengilega frekt,“ segir borgarstjórinn fyrrverandi.

Jón telur að friður sé úti á svæðinu þangað til að þetta verði að draga þetta til baka. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Stendur alltaf með fólki „sem er …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gerdur Palmadottir skrifaði
    Zíonisminn mun útmást vonandi fljótlega og þá verður ein Palestína, ein þjóð, þar sem fæ-ólk með mismunandi trúarbrögð mun lifa saman í eðlilegu sambandi eins og það gerði fyrir landtöku Zíonista sem Bretar veittu leyfi fyrir gegn alþjóða lögum þannig að Ísrael hefur aldrei átt rétt á landi í Palestínu. Mjög vel útskýrt í vitnaframburði Ralph Wilder fyrir Arabísku Deildina (The Arabian League) í Alþjóða dómstólnum (ICJ) https://www.youtube.com/watch?v=EUrLQES3TmY
    1
  • Gerdur Palmadottir skrifaði
    Zíonisminn mun útmást vonandi fljótlega og þá verður ein Palestína, ein þjóð, þar sem fæ-ólk með mismunandi trúarbrögð mun lifa saman í eðlilegu sambandi eins og það gerði fyrir landtöku Zíonista sem Bretar veittu leyfi fyrir gegn alþjóða lögum þannig að Ísrael hefur aldrei átt rétt á landi í Palestínu. Mjög vel útskýrt í vitnaframburði Ralph Wilder fyrir Arabísku Deildina (The Arabian League) í Alþjóða dómstólnum (ICJ) https://www.youtube.com/watch?v=EUrLQES3TmY
    0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Mikið er þetta gáfulegt, eða þannig :-(
    0
  • Guðjón Sigurðsson skrifaði
    Þeir mega hipja sig, en alger óþarrfi að jafna allt við jörðu. Leyfum Gasa búum að nýta húsnæðið. Annars er Jón sami ofbeldismaðurinn og Ísraelar. Minn forseti talar um lausnir til friðar.
    0
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Sammála
    4
  • Guðrún Konný Pálmadóttir skrifaði
    Hárrétt hjá Jóni Gnarr.
    6
  • trausti þórðarson skrifaði
    Svona talar minn forseti.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Sammála !
    6
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Vel mælt!!!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár