Seinni mynd:
Hver er konan?
Almennar spurningar:
- Hver sigldi til hafs á skipinu Santa Maríu?
- Hver var æðsti presturinn í Jerúsalem er Jesúa frá Nasaret var krossfestur?
- Í hvaða heimsálfu er ríkið Belís eða Belize?
- Palk-sund er milli tveggja sjálfstæðra ríkja í Asíu, um 130 km langt og 60–80 km breitt. Hver eru löndin tvö?
- Hver samdi lagið While My Guitar Gently Weeps?
- Hvaða ríki framleiddi Trabant-bíl?
- Hvaða fjörður er milli Arnarfjarðar og Önundarfjarðar?
- Hvaða tryggingafélag hugðist Landsbankinn kaupa, þó óvænt sé um lyktir málsins?
- Eva Dögg Davíðsdóttir fékk nýtt starf á dögunum, óvænt og þó ekki. Hvaða starfi gegnir hún nú?
- Hver lék aðalhlutverkið í myndinni Matrix fyrir 25 árum?
- Ekki var þá annað vitað en að leikstjórar Matrix væru bræðurnir Larry og Andy Wachowski. En hvað hefur síðan breyst í því efni?
- Hvaða stjörnumerki dýrahringsins ræður nú ríkjum á himni?
- Hvaða þingmaður á Alþingi tók þátt í lokakeppni Eurovision meðan hún eða hann sat á þingi?
- Í hvaða landi heimsins hefur kristinn söfnuður Maroníta sérstaklega mikil áhrif og völd?
- Aðeins í einu landi í vestanverðri Evrópu er forseti valdamesti maður landsins. Hvaða land er það?
Svör við almennum spurningum:
1. Kólumbus. — 2. Kæjafas. — 3. Norður-Ameríku. — 4. Indland og Sri Lanka. — 5. George Harrison. — 6. Austur-Þýskaland. — 7. Dýrafjörður. — 8. TM. — 9. Þingmaður. Kom inn fyrir Katrínu Jakobsdóttur. — 10. Keanu Reeves. — 11. Leikstjórar „komu út“ sem trans konur. — 12. Hrúturinn. — 13. Óttarr Proppé söng bakraddir 2024 í lagi Pollapönks. — 14. Líbanon. — 15. Frakklandi.
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er taðýfill. Rétt er og gefið fyrir tordýfil. Á seinni myndinni er Emiliana Torrini söngkona.
Athugasemdir (1)