Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankasýslan bregst við kaupum á TM og skiptir bankaráði Landsbankans út

Banka­sýsl­an hef­ur brugð­ist við áform­um Lands­bank­ans um kaup hans á trygg­inga­fé­lag­inu TM með því að skipta út banka­ráði bank­ans. Út­list­ar Banka­sýsl­an hvað fór á mis við kaup­in í nýrri skýrslu og seg­ir með­al ann­ars að bind­andi kauptil­boð hafi kom­ið þeim al­gjör­lega að óvör­um.

Bankasýslan bregst við kaupum á TM og skiptir bankaráði Landsbankans út

Bankasýsla ríkisins hefur brugðist við greinargerð Landsbankans frá 22. mars síðastliðnum um fyrirhuguð kaup bankans á TM. Í skýrslu sem Bankasýslan lét vinna segir meðal annars að upplýsingagjöf Landsbankans hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins og önnur ákvæði.

„Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. 

Ákveðið hefur verið að velja nýja einstaklinga í bankaráð Landsbankans 19. apríl næstkomandi í ljósi skýrslunnar.

Ekki í samræmi við eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála

Í skýrslu bankasýslunnar segir að tilboð Landsbankans hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríksins og lágmörkun á áhættu. Er þetta einkum í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í Landsbankanum í náinni framtíð. „Enginn …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár