Bankasýsla ríkisins hefur brugðist við greinargerð Landsbankans frá 22. mars síðastliðnum um fyrirhuguð kaup bankans á TM. Í skýrslu sem Bankasýslan lét vinna segir meðal annars að upplýsingagjöf Landsbankans hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins og önnur ákvæði.
„Bankaráð Landsbankans hafi ekki gert nægilega grein fyrir atburðarás sem leiddi til skuldbindandi tilboðs eða rökstutt framlagningu þess án þess að kynna Bankasýslu ríkisins þau áform,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.
Ákveðið hefur verið að velja nýja einstaklinga í bankaráð Landsbankans 19. apríl næstkomandi í ljósi skýrslunnar.
Ekki í samræmi við eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála
Í skýrslu bankasýslunnar segir að tilboð Landsbankans hafi ekki verið í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins um áherslur á arðgreiðslur og niðurgreiðslur skulda ríksins og lágmörkun á áhættu. Er þetta einkum í ljósi þess að ekki stendur til að selja hlut ríkisins í Landsbankanum í náinni framtíð. „Enginn …
Athugasemdir