„Nauðung á bara að eiga sér stað þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar, trekk í trekk í trekk,“ segir Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka. „Þetta er ekki léttvægt úrræði. Það er sama hvaða aðstæður liggja til grundvallar, þá er nauðung íþyngjandi og getur haft mikil áhrif á einstaklinginn,“ segir hún um nauðung í samskiptum við fatlað fólk.
Heimildin greindi frá því að Sveinn Bjarnason, 36 ára karlmaður sem er með alvarlega fötlun og þarf aðstoð við allar helstu athafnir, hafi um árabil verið læstur inni á heimili sínu, íbúð á vegum Akureyrarbæjar sem hann bjó í um fimmtán ára tímabil.
Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita nauðung í þjónustu við fatlað fólk nema til að koma í veg fyrir að einstaklingur valdi sjálfum sér eða öðrum líkamstjóni eða stórfelldu eignatjóni, eða til að uppfylla grunnþarfir viðkomandi. Sækja …
Athugasemdir (1)