Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.

Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
Telur sig ekki getað skoðað málið Innviðaráðuneytið telur sig ekki ekki getað tekið ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá Garðabæ til skoðunar. Hann var ráðinn fram yfir Þóru Hjaltested, bæjarritara í Mosfellsbæ, fyrr á árinu og leituðu bæjarfulltrúr Viðreisnar til ráðuneytisins út af málinu.

Innviðaráðuneytið telur sig ekki geta tekið tekið til athugunar ráðningarferli Lúðvíks Arnar Steinarssonar í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hjá sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúar úr minnihlutanum í Garðabæ, Sara Sögg Svanhildardóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Brynja Dan óskuðu eftir þessu við ráðuneytið í bréfi í byrjun febrúar.

Innviðaráðuneytið hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart sveitarfélögum. Ráðuneytið telur hins vegar að málið falli utan við þetta eftirlitshlutverks þess þar sem um sé að ræða starfsmannamál. „Telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins,“ segir í bréfi um málið sem dagsett er þann 8. apríl. 

„Telst málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins“
Úr svari innviðaráðuneytisins

Fjölþætt tengsl við Sjálfstæðisflokkinn

Heimildin fjallaði um ráðningu Lúðvíks Arnar í starfið í byrjun febrúar síðastliðinn en nokkur umræða var um málið í fjölmiðlum vegna þess að hann hefur starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um margra ára …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað segist starfsmaður í ráðuneytinu ekki geta gert neitt, því hann sjálfur er ráðinn nákvæmlega eins ? Spillingin er svo mikil í íslenskri stjórnsýslu að hvergi er til annað eins ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ráðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var meðmælandi Lúðvíks
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ var með­mæl­andi Lúð­víks

Gunn­ar Ein­ars­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, var með­mæl­andi Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf sviðs­stjóra hjá bæn­um. Lúð­vík Örn hef­ur um ára­bil gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ. Meiri­hlut­inn í Garða­bæ ákvað að ráða Lúð­vík Örn fram yf­ir konu sem er bæj­ar­rit­ari í Mos­fells­bæ.
Rökstuðningur Garðabæjar fyrir að ráða Lúðvík Örn: „Þetta er bara stórfurðulegt mál“
SkýringRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Rök­stuðn­ing­ur Garða­bæj­ar fyr­ir að ráða Lúð­vík Örn: „Þetta er bara stór­furðu­legt mál“

Ráðn­ing Garða­bæj­ar á Lúð­vík Erni Stein­ars­syni, sem gegnt hef­ur mörg­um trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, í starf sviðs­stjóra fjár­mála- og stjórn­sýslu­sviðs Garða­bæj­ar hef­ur vak­ið hörð við­brögð hjá minni­hlut­an­um í bæn­um. Rök­stuðn­ing­ur Bjarg­ar Fenger, for­manns bæj­ar­ráðs, fyr­ir ráðn­ing­unni bend­ir til að Lúð­vík Örn hafi ekki upp­fyllt öll hæfni­við­mið­in en vís­að er til „heild­stæðs mats“ á hon­um.
Deilan um ráðningu Lúðvíks Arnar: „Á þetta hlusta bara ekki bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins“
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Deil­an um ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar: „Á þetta hlusta bara ekki bæj­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins“

Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar í Garða­bæ, seg­ir að minni­hlut­inn í sveit­ar­fé­lag­inu sé ekki hætt­ur að gagn­rýna ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar til bæj­ar­ins. Þóra Hjaltested, sem Lúð­vík var ráð­inn fram yf­ir, seg­ist ekki ætla að tjá sig um mál­ið.
Vinur bæjarstjórans í Garðabæ ráðinn fram yfir konu sem metin var jafn hæf
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Vin­ur bæj­ar­stjór­ans í Garða­bæ ráð­inn fram yf­ir konu sem met­in var jafn hæf

Geng­ið var fram­hjá bæj­ar­lög­manni Mos­fells­bæj­ar, Þóru Hjaltested í ráðn­ing­ar­ferl­inu þrátt fyr­ir að hún hafi gegnt sam­bæri­legu starfi. Lúð­vík Örn Stein­ars­son er starf­andi inn­an Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ og sit­ur í nefnd­um á veg­um flokks­ins. Bæj­ar­stjór­inn í Garða­bæ, Alm­ar Guð­munds­son, sagði sig frá ráðn­ing­ar­ferl­inu en ekki ligg­ur fyr­ir af hverju.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár