Undirskriftirnar gegn Bjarna hrannast inn

Mik­ill gang­ur er á und­ir­skrifta­söfn­un sem lýs­ir yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Yf­ir ell­efu þús­und hafa skrif­að und­ir á tæp­um sól­ar­hring og þeim fjölg­ar hratt.

Undirskriftirnar gegn Bjarna hrannast inn
Lyklaskipti Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur í morgun. Mynd: Golli

Nú hafa á tólfta þúsund skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem því er lýst yfir að undirritaðir styðji ekki Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra. Tæpur sólarhringur er síðan undirskriftasöfnunin hófst og tala undirskrifta fer hratt hækkandi.

Tilkynnt var í gær að Bjarni yrði arftaki Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu og yfirgæfi því utanríkisráðuneytið eftir rétt um hálft ár í embætti. Þar á undan hafði Bjarni verið fjármála- og efnahagsráðherra. 

Í undirskriftasöfnuninni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í desember. Niðurstöður hennar voru að þrír af hverjum fjórum sögðust vantreysta Bjarna, sem þá var utanríkisráðherra. Var hann sá ráðherra sem þjóðin sagðist treysta minnst.

Heimildin spurði nýja forsætisráðherrann út í skoðanakönnunina eftir að tilkynnt hafði verið um ráðherrakapalinn í gær. Þá sagði Bjarni að skoðanakannanir væru honum ekki í huga á þessum tímamótum, enda hefðu þær verið mismunandi í gegnum tíðina. …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Búinn að kvitta. Einar G. Torfason
    3
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Skrifið endilega undir ✍️

    https://island.is/undirskriftalistar/1296970d-9dc4-4daf-938f-37c06b48bcd1?fbclid=IwAR2d3Ov6xYnq7HoVWixAEZu_5vk_Z53rmVlQJ50T4jWSvGPfiCF6Kiq5ivQ
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár