Nú hafa á tólfta þúsund skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem því er lýst yfir að undirritaðir styðji ekki Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra. Tæpur sólarhringur er síðan undirskriftasöfnunin hófst og tala undirskrifta fer hratt hækkandi.
Tilkynnt var í gær að Bjarni yrði arftaki Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu og yfirgæfi því utanríkisráðuneytið eftir rétt um hálft ár í embætti. Þar á undan hafði Bjarni verið fjármála- og efnahagsráðherra.
Í undirskriftasöfnuninni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í desember. Niðurstöður hennar voru að þrír af hverjum fjórum sögðust vantreysta Bjarna, sem þá var utanríkisráðherra. Var hann sá ráðherra sem þjóðin sagðist treysta minnst.
Heimildin spurði nýja forsætisráðherrann út í skoðanakönnunina eftir að tilkynnt hafði verið um ráðherrakapalinn í gær. Þá sagði Bjarni að skoðanakannanir væru honum ekki í huga á þessum tímamótum, enda hefðu þær verið mismunandi í gegnum tíðina. …
https://island.is/undirskriftalistar/1296970d-9dc4-4daf-938f-37c06b48bcd1?fbclid=IwAR2d3Ov6xYnq7HoVWixAEZu_5vk_Z53rmVlQJ50T4jWSvGPfiCF6Kiq5ivQ