Koma ætti í veg fyrir málsóknir gegn þátttöku almennings, svokallaðar SLAPP-málsóknir, til að mynda málsóknir sem notaðar eru gegn fjölmiðlum og öðrum „varðhundum almennings“ með þeim ásetningi að koma í veg fyrir eða hamla frjálsri umfjöllun um mál sem varða almannahag. Þannig hljóma tilmæli Ráðherraráðs Evrópuráðsins til 46 aðildarríkja sinna sem birt voru 5. apríl.
„SLAPP-málsóknir eru til þess fallnar að grafa undan tjáningarfrelsinu, lýðræðislegri umræðu og getu fjölmiðla til að veita stjórnvöldum aðhald“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir í samtali við Heimildina að þessi tilmæli séu í samræmi við vinnu sem hefur átt sér stað á Evrópuráðsþingi, þar sem hún á sæti, að halda áfram að beita sér gegn SLAPP-málsóknum. „Augljóslega vegna þess að SLAPP-málsóknir eru til þess fallnar að grafa undan tjáningarfrelsinu, lýðræðislegri umræðu og getu fjölmiðla til að veita stjórnvöldum aðhald.“
Pælið í því!