Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni forsætisráðherra og Bjarkey Olsen verður matvælaráðherra

Á blaða­manna­fundi í Hörpu til­kynntu for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­ana um nýja skip­an ráð­herra í rík­is­stjórn. Þar kom með­al ann­ars fram að Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Vinstri grænna, muni taka við sem mat­væla­ráð­herra.

Bjarni forsætisráðherra og Bjarkey Olsen verður matvælaráðherra
Formenn stjórnarflokkanna kynntu breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar áðan. Mynd: Golli

 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna mun taka við af Svandísi Svavarsdóttur sem matvælaráðherra. Bjarni Benediktsson mun taka við sem forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson mun taka við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þessar breytingar á ríkisstjórninni voru tilkynntar á blaðamannafundi í Hörpu kl. 14.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, mun halda sig í félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sömuleiðis verður allt með kyrrum kjörum hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Ásmundi Einari Daðasyni, Guðlaugi Þór Þórðarssyni, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Lilju Alferðsdóttur og Willum Þór Þórssyni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun hins vegar snúa aftur í utanríkisráðuneytið en Þórdís Kolbrún tók við sem fjármálaráðherra 14. október í fyrra af Bjarna Benediktssyni og hefur því setið í því embættinu í tæpa fimm mánuði.

Það er stysti tími sem kvenkyns ráðherra hefur gegnt embætti fjármálaráðherra. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var fyrsta konan til gegna embættinu og sinnti hún því í níu mán­uði og …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta eru nú frekar ókræsilegir upphitaðir afgangar. Verði okkur að góðu.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Óvinsælasti margráðherra landsins verður forsætisráðherra!
    1
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    lýgveldið ísland stendur undir nafni . . .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár