Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund

Þing­flokks­for­menn munu funda með for­seta Al­þing­is rétt fyr­ir þing­fund – í ann­að skipt­ið í dag. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ir þetta óvenju­legt. Stjórn­ar­and­stað­an hef­ur gagn­rýnt að dag­skrá þings­ins hald­ist með hefð­bundn­um hætti eft­ir að for­sæt­is­ráð­herra baðst lausn­ar.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund
Fyrsti þingfundur eftir páskafrí verður í dag klukkan 15. Mynd: Golli

Forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokkanna stuttu fyrir hádegi í dag. Mun annar slíkur fundur eiga sér stað klukkan hálf þrjú til að fara yfir stöðuna – hálftíma áður en fyrsti þingfundur að loknu páskafríi á að hefjast. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Heimildina að það sé óvenjulegt að þingflokksformenn séu kallaðir á fund forseta þingsins rétt fyrir þingfund, á meðan þingflokksfundum stendur.

Segir hún að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, virðist ætla að halda sig við hefðbundna dagskrá þingsins. En samkvæmt þeirri dagskrá mun ríkisstjórnin flytja þó nokkur mál síðar í dag. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega af stjórnarandstöðunni í fjölmiðlum vegna þess að stjórnin flokkast í raun til starfsstjórnar, ekki eiginlegrar ríkisstjórnar.

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í samtali við Heimildina að Birgir hafi ekki slegið neitt út af borðinu á fundinum með þingflokksformönnunum í morgun. Forseta þingsins þætti ekkert athugavert við það að halda …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár