Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund

Þing­flokks­for­menn munu funda með for­seta Al­þing­is rétt fyr­ir þing­fund – í ann­að skipt­ið í dag. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ir þetta óvenju­legt. Stjórn­ar­and­stað­an hef­ur gagn­rýnt að dag­skrá þings­ins hald­ist með hefð­bundn­um hætti eft­ir að for­sæt­is­ráð­herra baðst lausn­ar.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund
Fyrsti þingfundur eftir páskafrí verður í dag klukkan 15. Mynd: Golli

Forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokkanna stuttu fyrir hádegi í dag. Mun annar slíkur fundur eiga sér stað klukkan hálf þrjú til að fara yfir stöðuna – hálftíma áður en fyrsti þingfundur að loknu páskafríi á að hefjast. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Heimildina að það sé óvenjulegt að þingflokksformenn séu kallaðir á fund forseta þingsins rétt fyrir þingfund, á meðan þingflokksfundum stendur.

Segir hún að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, virðist ætla að halda sig við hefðbundna dagskrá þingsins. En samkvæmt þeirri dagskrá mun ríkisstjórnin flytja þó nokkur mál síðar í dag. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega af stjórnarandstöðunni í fjölmiðlum vegna þess að stjórnin flokkast í raun til starfsstjórnar, ekki eiginlegrar ríkisstjórnar.

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í samtali við Heimildina að Birgir hafi ekki slegið neitt út af borðinu á fundinum með þingflokksformönnunum í morgun. Forseta þingsins þætti ekkert athugavert við það að halda …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu