Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund

Þing­flokks­for­menn munu funda með for­seta Al­þing­is rétt fyr­ir þing­fund – í ann­að skipt­ið í dag. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ir þetta óvenju­legt. Stjórn­ar­and­stað­an hef­ur gagn­rýnt að dag­skrá þings­ins hald­ist með hefð­bundn­um hætti eft­ir að for­sæt­is­ráð­herra baðst lausn­ar.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund
Fyrsti þingfundur eftir páskafrí verður í dag klukkan 15. Mynd: Golli

Forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokkanna stuttu fyrir hádegi í dag. Mun annar slíkur fundur eiga sér stað klukkan hálf þrjú til að fara yfir stöðuna – hálftíma áður en fyrsti þingfundur að loknu páskafríi á að hefjast. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Heimildina að það sé óvenjulegt að þingflokksformenn séu kallaðir á fund forseta þingsins rétt fyrir þingfund, á meðan þingflokksfundum stendur.

Segir hún að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, virðist ætla að halda sig við hefðbundna dagskrá þingsins. En samkvæmt þeirri dagskrá mun ríkisstjórnin flytja þó nokkur mál síðar í dag. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega af stjórnarandstöðunni í fjölmiðlum vegna þess að stjórnin flokkast í raun til starfsstjórnar, ekki eiginlegrar ríkisstjórnar.

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í samtali við Heimildina að Birgir hafi ekki slegið neitt út af borðinu á fundinum með þingflokksformönnunum í morgun. Forseta þingsins þætti ekkert athugavert við það að halda …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár