Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund

Þing­flokks­for­menn munu funda með for­seta Al­þing­is rétt fyr­ir þing­fund – í ann­að skipt­ið í dag. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, seg­ir þetta óvenju­legt. Stjórn­ar­and­stað­an hef­ur gagn­rýnt að dag­skrá þings­ins hald­ist með hefð­bundn­um hætti eft­ir að for­sæt­is­ráð­herra baðst lausn­ar.

Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund
Fyrsti þingfundur eftir páskafrí verður í dag klukkan 15. Mynd: Golli

Forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokkanna stuttu fyrir hádegi í dag. Mun annar slíkur fundur eiga sér stað klukkan hálf þrjú til að fara yfir stöðuna – hálftíma áður en fyrsti þingfundur að loknu páskafríi á að hefjast. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Heimildina að það sé óvenjulegt að þingflokksformenn séu kallaðir á fund forseta þingsins rétt fyrir þingfund, á meðan þingflokksfundum stendur.

Segir hún að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, virðist ætla að halda sig við hefðbundna dagskrá þingsins. En samkvæmt þeirri dagskrá mun ríkisstjórnin flytja þó nokkur mál síðar í dag. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega af stjórnarandstöðunni í fjölmiðlum vegna þess að stjórnin flokkast í raun til starfsstjórnar, ekki eiginlegrar ríkisstjórnar.

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í samtali við Heimildina að Birgir hafi ekki slegið neitt út af borðinu á fundinum með þingflokksformönnunum í morgun. Forseta þingsins þætti ekkert athugavert við það að halda …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár