Innritun leikskólabarna í leikskóla Reykjavíkurborgar ganga vel sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs. „Við gerum þetta alveg ótrúlega vandað,“ sagði hún.
Leikskólamál Reykjavíkurborgar voru rædd af Árelíu og Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í síðasta þætti af Pressu. Stóra úthlutun leikskólaplássa í Reykjavíkurborg fer fram núna Hún hófst 2. apríl og frá þeim degi verður unnið úr umsóknum sem hafa borist, til 10. maí. Á meðan verður ekki tekið á móti nýjum umsóknum og ekki hægt að breyta innsendum umsóknum fyrr en að tímabilinu loknu.
„Út frá foreldrum og ömmum og öfum og fjölskyldum sem að bíða eftir plássi að þá eru náttúrulega einhverjir sem að verða fyrir vonbrigðum. Það er bara þannig. Ég sagði í fyrra að það ár yrði erfitt. Þetta ár verður líka erfitt og færri komast að en að vilja. Ég held að það sé bara staðan sem að leikskólarnir okkar eru …
Athugasemdir