Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Katrín segir þjóðina munu skera úr um hæfi sitt í embætti forseta

Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir í sam­tali við blaða­mann Heim­ild­ar­inn­ar að hún treysti sér til þess að gæta hlut­leys­is í sín­um ákvörð­un­um gagn­vart per­són­um og leik­end­um í stjórn­mál­um sem hún þekk­ir vel eft­ir lang­an stjórn­mála­fer­il. Þá tel­ur hún að þjóð­in muni koma til með að skera úr um hæfi henn­ar til að gegna embætti for­seta í kom­andi kosn­ing­un­um.

Katrín Jakobsdóttir ,efndi til blaðamannafundar í Hörpu eftir hafa tilkynnt landsmönnum um ákvörðun sína um að segja sig frá stjórnmálum og bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.

Á blaðamannafundi sem Katrín Jakobsdóttir hélt í Hörpu í dag, sagðist hún telja sig hæfa til þess að gegna embætti forseta Íslands, þrátt fyrir náin tengsl sín við sitjandi ráðherra og þingmenn. 

„Það er hins vegar þannig að forsetinn er auðvitað ekki vanhæfur gagnvart lögum og verður að gæta þess í sínum ákvörðunum að hann gæti hlutleysis og taki ígrundaðar ákvarðanir.“

Hún segir spurninguna snúast um hvort hún treysti sér til þess þrátt fyrir að þekkja persónur og leikendur á sviði stjórnmálanna. „Svar mitt við því er já.“ 

Segir skoðanakannanir ekki hafa upplýst ákvörðun sína

Aðspurð hvort það sé sanngjarnt að túlka það sem svo að hún sé með ákvörðun sinni að flýja sökkvandi skip segir Katrín að það megi alveg stilla því upp þannig. 

„Það er hins vegar ekki útaf skoðanakönnunum sem ég tek þessa ákvörðun.“ 

Þá segist Katrín ekki vera full eftirsjár að stjórnmálaferli sínum loknum. „Ég hef staðið í þessari baráttu stjórnmálana í ríflega 20 ár, gert margt gott, ekki náð öllu fram. Svo bara stundum er tíminn kominn og þá verður maður bara að segja það gott.“    

Rákust á annan frambjóðanda á leið á blaðamannafund

Á leið af blaðamannafundi Katrínar hittu blaðmenn Heimildarinnar einn margra mótframbjóðenda Katrínar í komandi kosningum. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lýsti á dögunum yfir framboði til forseta. Í viðtali á Hafnartorgi sagðist hún verða góður forseti og að henni lítist vel á að flytja í Garðabæ, fari svo að hún verði kosin.

Heimildin / Davíð Þór
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár