Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Katrín segir þjóðina munu skera úr um hæfi sitt í embætti forseta

Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ir í sam­tali við blaða­mann Heim­ild­ar­inn­ar að hún treysti sér til þess að gæta hlut­leys­is í sín­um ákvörð­un­um gagn­vart per­són­um og leik­end­um í stjórn­mál­um sem hún þekk­ir vel eft­ir lang­an stjórn­mála­fer­il. Þá tel­ur hún að þjóð­in muni koma til með að skera úr um hæfi henn­ar til að gegna embætti for­seta í kom­andi kosn­ing­un­um.

Katrín Jakobsdóttir ,efndi til blaðamannafundar í Hörpu eftir hafa tilkynnt landsmönnum um ákvörðun sína um að segja sig frá stjórnmálum og bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.

Á blaðamannafundi sem Katrín Jakobsdóttir hélt í Hörpu í dag, sagðist hún telja sig hæfa til þess að gegna embætti forseta Íslands, þrátt fyrir náin tengsl sín við sitjandi ráðherra og þingmenn. 

„Það er hins vegar þannig að forsetinn er auðvitað ekki vanhæfur gagnvart lögum og verður að gæta þess í sínum ákvörðunum að hann gæti hlutleysis og taki ígrundaðar ákvarðanir.“

Hún segir spurninguna snúast um hvort hún treysti sér til þess þrátt fyrir að þekkja persónur og leikendur á sviði stjórnmálanna. „Svar mitt við því er já.“ 

Segir skoðanakannanir ekki hafa upplýst ákvörðun sína

Aðspurð hvort það sé sanngjarnt að túlka það sem svo að hún sé með ákvörðun sinni að flýja sökkvandi skip segir Katrín að það megi alveg stilla því upp þannig. 

„Það er hins vegar ekki útaf skoðanakönnunum sem ég tek þessa ákvörðun.“ 

Þá segist Katrín ekki vera full eftirsjár að stjórnmálaferli sínum loknum. „Ég hef staðið í þessari baráttu stjórnmálana í ríflega 20 ár, gert margt gott, ekki náð öllu fram. Svo bara stundum er tíminn kominn og þá verður maður bara að segja það gott.“    

Rákust á annan frambjóðanda á leið á blaðamannafund

Á leið af blaðamannafundi Katrínar hittu blaðmenn Heimildarinnar einn margra mótframbjóðenda Katrínar í komandi kosningum. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir lýsti á dögunum yfir framboði til forseta. Í viðtali á Hafnartorgi sagðist hún verða góður forseti og að henni lítist vel á að flytja í Garðabæ, fari svo að hún verði kosin.

Heimildin / Davíð Þór
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár