„Mér hefur þótt skemmtilegt þegar fólk er að bjóða sig fram. Sumt fólk hefur náð að búa sér til feril úr því að vera alltaf að bjóða sig fram til forseta, og oftast með mjög skemmtilegum hætti. Mér finnst allt í lagi að sem flest fólk stígi fram og fjölbreytnin sé mikil og breiddin sé mikil.“ Þetta segir Jón Gnarr, sem í vikunni bauð sig fram til forseta, aðspurður um hvort honum finnist að fyrirkomulagið í kringum forsetaframboð eigi að vera með öðrum hætti.
Á sjöunda tug einstaklinga eru sem stendur að safna meðmælum til að bjóða sig fram til forseta, af mismikilli alvöru, en til þess að framboð teljist gilt þarf frambjóðandi að fá 1.500 meðmælendur fyrir 26. apríl, þegar framboðsfrestur rennur út. Sá fjöldi hefur haldist óbreyttur frá því í forsetakosningunum 1952, þegar íbúar landsins voru tæplega 147 þúsund, og fram til dagsins í dag, þegar þeir …
Ef þu verður forseti lyðveldisins skal eg vera bilstjorinn þinn fyrir ekkert eða þar um bil.