Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Virðingarleysi að kalla forsetaframbjóðendur trúðasýningu

Jóni Gn­arr finnst skemmti­legt að mik­ill fjöldi fólks sé að bjóða sig fram til for­seta. Þar sjá­ist þversnið af þjóð­fé­lag­inu. Sumt fólk hafi meira að segja náð að búa sér til fer­il úr því að vera alltaf að bjóða sig fram til for­seta.

Virðingarleysi að kalla forsetaframbjóðendur trúðasýningu
Vill verða forseti Jón Gnarr á Þingvöllum ásamt eiginkonu sinni Jógu og hundinum Klaka. Mynd: Baldur Kristjánsson

„Mér hefur þótt skemmtilegt þegar fólk er að bjóða sig fram. Sumt fólk hefur náð að búa sér til feril úr því að vera alltaf að bjóða sig fram til forseta, og oftast með mjög skemmtilegum hætti. Mér finnst allt í lagi að sem flest fólk stígi fram og fjölbreytnin sé mikil og breiddin sé mikil.“ Þetta segir Jón Gnarr, sem í vikunni bauð sig fram til forseta, aðspurður um hvort honum finnist að fyrirkomulagið í kringum forsetaframboð eigi að vera með öðrum hætti. 

Á sjöunda tug einstaklinga eru sem stendur að safna meðmælum til að bjóða sig fram til forseta, af mismikilli alvöru, en til þess að framboð teljist gilt þarf frambjóðandi að fá 1.500 meðmælendur fyrir 26. apríl, þegar framboðsfrestur rennur út. Sá fjöldi hefur haldist óbreyttur frá því í forsetakosningunum 1952, þegar íbúar landsins voru tæplega 147 þúsund, og fram til dagsins í dag, þegar þeir …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Mér finnst að það þurfi að vera fleiri meðmælendur til að geta boðið sig fram. Við erum orðnir miklu fleiri Íslendingar síðan 1952. Það mætti vera um 7000 meðmælendur til að geta verið í framboði. 60 manns í framboði er allt of mikið. Það eru margir góðir frambjóðendur sem við höfum kost á og mættu Ameríkanar taka okkur til fyrirmyndar í því. Að þeim detti aðeins Trump í hug er eingöngu vegna þess að hann er svo opinskár með útlendingahatur sitt. Vinátta hans við putin veldur mér áhyggjum og er það eingöngu vegna fjárfestinga hans í Rússlandi. Ég væri til í að sjá varaforseta Bandaríkjunum ( Kamala Harris) í framboði þar.
    0
  • Inga Björk Sveinsdóttir skrifaði
    Jón Sigurðsson var forseti Alþingis
    1
  • Volodymyr Zelenskyy núverandi forseti og þjóðhetja Úkraínu er fyrrum leikari. Sýnist hann bara vera að standa sig nokkuð vel, ekki satt? Kannski hann Jón Gnarr geti það bara líka!
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Nei Jon hver stjornaði borginni meðan þu varst borgarstjori ef eg man rett sagðir þu að þu værir bara þarna vegna peninganna ef þetta er rangt bið eg þig afsökunar.
    Ef þu verður forseti lyðveldisins skal eg vera bilstjorinn þinn fyrir ekkert eða þar um bil.
    0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Er yfirtrúður þessa lands búinn að skifta um yfirfrakka? og það áður en Sigurjón Kjartansson hefur náð að gala þrisvar?
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár