Miðað við að hálf íslenska þjóðin virðist hafa íhugað framboð til forseta lýðveldisins þá kemur manni ekki á óvart að jafn frambærileg manneskja og Katrín Jakobsdóttir hafi hugleitt framboð,“ segir Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki og rannsóknarsérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. „En það er býsna stórt skref frá því að íhuga framboð og láta af því verða.“
Flestir sjái ótal ástæður fyrir því hvers vegna framboð komi ekki til greina – þótt þeim þyki auðvitað vænt um stuðninginn – og láti þar við sitja. Þarna reyni „svo sannarlega“ á dómgreind fólks. „Persónulega kemur mér á óvart að forsætisráðherra hafi ekki ýtt hugmyndinni frá sér.“
Líklegt þykir að Katrín tilkynni um framboð sitt til forseta Íslands í dag, föstudag. Það yrði í fyrsta sinn sem forsætisráðherra gefur kost á sér í það embætti.
Katrín hefur að mati Henrys augljóslega þurft að takast á …
Athugasemdir