Áísland.is er nú í gangi undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að stjórnvöld hefji rannsóknir og undirbúning að jarðgöngum á milli Súðarvíkur og Ísafjarðar þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa tæplega 1250 manns skrifað undir listann.
„Byggðalög á norðanverðum Vestfjörðum búa landfræðilega við lélegt öryggi og hættulegt vegasamband sem er ekki ásættanlegt. Jarðgöng og tryggar samgöngur eru forsenda líföryggis og eflingar á samfélagi,“ stendur þar meðal annars.
„Ég hef misst vini í snjóflóði í Óshlíðinni“
Pálína Vagnsdóttir, sem er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar, segir í samtali við Heimildina að ekki sé nóg að setja alla þjónustu á höfuðstað Vestfjarða ef bæirnir í kring geti ekki nýtt hana vegna lokana. „Þetta snýst fyrst og fremst um heilbrigðisþjónustu og umferðaröryggi. Ef það á að fara að byggja upp þetta svæði þarf að hlúa að þessum þáttum.“
Sjálf er Pálína fædd og uppalin í Bolungarvík. Spurð …
Athugasemdir