Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Steinunn Ólína býður sig fram: „Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir“

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir leik­kona til­kynnti rétt í þesu fram­boð sitt til for­seta Ís­lands. Hún hafði áð­ur sagt að hún myndi fara fram ef Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra byði sig fram í embætt­ið. Það hef­ur Katrín ekki gert en sagst vera al­var­lega að íhuga það.

Steinunn Ólína býður sig fram: „Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir“
Steinunn Sækist eftir embætti forseta Íslands. Mynd: b'Notandi'

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur nú formlega gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Hún tilkynnti þetta í ávarpi sem hún birti á Facebook síðu sinni klukkan tvö síðdegis í dag.

Þar sagði hún að ástæða framboðsins væri sú að hún vildi gera gagn og að hún hefði verið hvött til að bjóða sig fram. 

„Ég heyri að ykkur er alvara og það snertir mig djúpt,“ sagði Steinunn í ávarpinu. Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir.

Um síðustu helgi tilkynnti Steinunn að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Þá sagðist hún ekki treysta Katrínu í embættið.

„Mér fyndist það bera vott um oflæti og að auki fyndist mér hún með því sýna þingi, þjóð og öðrum frambjóðendum óvirðingu og það get ég ekki sætt mig við,“ skrifaði Steinunn um síðastliðna helgi. Hún nefndi Katrínu ekki á nafn í ávarpi sínu í dag.

Katrín hefur ekki enn gefið kost á sér en hefur þó sagst vera alvarlega að hugsa málið. 

Steinunn safnar nú meðmælum á Island.is en hver frambjóðandi þarf að öðlast 1.500 slík til þess að vera kjörgengur.

Hér að neðan má finna framboðsræðu Steinunnar á myndbandsformi og textaða:

Kæru vinir,

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti forseta Íslands. Það geri ég vegna þess að mig langar að gera gagn og vegna þess að þið hafið hvöttuð mig til þess. Ég heyri að ykkur er alvara og það snertir mig djúpt.

Þið þekkið mig. Ég þekki ykkur. Ég hef mætt ykkur á götu, í vegasjoppum, á AA fundum, í leiklistinni og í sundi. Þið stöppuðu í mig stálinu þegar ég var sorgmædd og einmana og þið kennduð mér líka að varðveita eldinn, elska heitt og að ekkert væri ómögulegt.

Það er mikið í húfi, því það skiptir máli hver gegnir embætti forseta Íslands.

Forseti er í forsvari fyrir þjóðina á ögurstundum, þegar hún mætir sem fulltrúi hennar til að sýna – að okkur má aldrei standa á sama. Forseti þarf því að vera víðsýnn og fordómalaus og standa með öllu fólki sem hér býr – í blíðu og stríðu.

Þessar forsetakosningar sýna að við verðum að eiga meira en samtal um stjórnarskrá okkar. Breytingar á henni hafa nú verið til umræðu í heilan mannsaldur. Langlundargeð okkar er sannarlega á heimsmælikvarða. Þjóðin á heimtingu að því að á hana sé hlustað. Það er þingsins að búa svo um hnútana að þar sé ávallt verið að vinna að sameiginlegum hagsmunum fólksins í landinu svo forseti þurfi helst aldrei að skerast í leikinn.

Á Íslandi býr framúrskarandi fólk sem við getum verið stolt af. En við þurfum að efla fleiri til dáða. Við eigum vanda valið á vinum og mynda tengsl sem eru okkur til framdráttar sem þjóð.

Á Íslandi býr líka fólk sem aldrei hefur fengið að njóta sín. Það er sameiginlegt verkefni að bæta þeirra stöðu svo allir íbúar landsins geti dafnað og blómstrað.

Ég lofa, verði ég forseti, að fylgjast vel með og sinna þessu stóra verkefni eftir bestu getu, ekki einu umfram annað, og inna embættisverkin af hendi af áhuga, samviskusemi og alúð.

Fyrir mér er það brýnt að við sameinumst nú um að byggja upp réttlátt og heilbrigt samfélag til framtíðar, fyrir okkur sjálf – en líka fyrir öll þau börn sem hér munu fæðast eftir okkar daga. Með því þökkum við því fólki sem byggði þetta land með sínu viti og striti. Forfeðrum og formæðrum sem gerðu okkur kleift að búa í friðsælu og fallegu landi.

Kannski er mér ætlað að fylla stærri skó í lífinu? Kannski ekki? Hvernig sem fer, þá verð ég söm eftir. 

Ég mun nú láta á það reyna, hvort þið teljið mig þess verða að gegna embætti forseta Íslands. Með þátttöku í forsetakosningum velur fólk sinn forseta í trúnaði við sína samvisku.

Ég hef opnað fyrir undirskriftalista meðmælenda á  island.is  og bið þau sem vilja styðja mig að sýna það í verki svo kjörgeng geti talist, því safna þarf atkvæðum í öllum landsfjórðungum.

Það er stutt til kosninga og ég bið ykkur, ef þið hafið trú á mér, að slást í hópinn og biðla til annarra að styðja mig sömuleiðis.

Nú er vor í lofti, leyfum okkur að vera bjartsýn!

Verði mér treyst til að taka þetta embætti að mér heiti ég heilindum við ykkur og það sem okkur ætti að vera kærast: Landið okkar, Ísland.

Þakka ykkur fyrir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár