Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Samtíminn varpar ljósi á fortíðina Ríkey Guðmundsdóttir Eydal segir safnamenningu Íslendinga segja mjög margt um okkur. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

Ég heiti Ríkey Guðmundsdóttir Eydal og við erum á Landnámssýningunni í Aðalstræti. Ég er menntaður safnafræðingur og ég tók verknám hérna hjá Borgarsögusafni og þegar ég var búin með verknámið buðu þau mér helgarstarf hérna í móttökunni og ég þáði það.

Sumir sem heimsækja safnið hafa mikla þekkingu á sögu Íslands, sérstaklega á landnámsöldinni, mjög margir sem hafa mikinn áhuga á víkingaöld og landnámsöldinni á Íslandi. Og svo eru aðrir sem koma hingað alveg blint og þekkja ekki neitt og finnst gaman að koma og fá fullt af upplýsingum á stuttum tíma um sögu Íslands.

Mér finnst söfn svo ótrúlega áhugaverð. Þessi ákvörðun um hvað á að sýna og hverju á að safna og af hverju og hvort það sé eitthvað sem við erum að gleyma. Hvernig samtíminn varpar ljósi á fortíðina okkar. Og söfnin eru stallurinn. Þau hafa mjög strangar lagalegar skyldur gagnvart sínu starfi, þau verða að safna gripum og þau verða að varðveita gripina sem þau eru að safna og miðla og rannsaka. Mér finnst safnið áhugaverð stofnun í samfélaginu sem er að varpa ljósi á hvað okkur finnst um okkur sjálf eiginlega á tímanum sem við erum að safna hlutunum, miklu frekar en tímunum sem hlutirnir tilheyra.

„Ég held að okkur langi til að vera gömul þjóð eins og aðrar þjóðir.“

Safnamenning Íslendinga segir mjög margt um okkur. Við erum með ofboðslega mörg söfn á Íslandi sem er frábært, það sýnir að okkur langar til að miðla því hver við erum. Við erum mjög ung þjóð í alþjóðlegu samhengi. Okkur langar til að vera gömul. Ég held að okkur langi til að vera gömul þjóð eins og aðrar þjóðir. 

Það er mjög fyndið, ég er hérna með rúst frá 871 plús mínus tveir og ég hef fengið fólk til mín sem hefur horft á mig og sagt: það eru bara hús í borginni minni sem eru eldri en þetta. Þessi rúst. Við eigum mjög ríka sögu og mjög áhugaverða sögu þó svo að hún sé ekkert sérstaklega löng. Það sem er líka áhugavert við okkur er að við eigum mikið af sögu almennings. Oft er sagan sem er til erlendis bara saga mikilmennanna. Auðvitað eru torfbæirnir sem varðveittust stórir og frá heldra fólki. En það er ekkert svo langt síðan fólk bjó í torfbæ þannig að það er auðveldara fyrir okkur að grípa í það. 

Ég get alveg trúað því að við sem þjóð séum í sjálfsmyndarkrísu því við vitum ekki hvort hluti af okkar sjálfsmynd felist í því að við höfum einu sinni verið nýlenda eða hjálenda. Við eigum í flóknu sambandi við Dani. Hluti af sjálfsmynd okkar var búin til á 19. öld, þessi hugmynd um hvað er að vera Íslendingur. Það voru ljóðin okkar og sjálfstæðisbaráttan og Jón Sigurðsson og sú hugsun. Hún verður til mestmegnis á 19. öld og svo nær hún hámarki á miðri 20. öld þegar við verðum sjálfstæð. Þetta var lengi í deiglunni. Þá er þetta mikið svona hraust sál í hraustum líkama, þetta tengist inn í ungmennafélögin og hreysti og alls konar svoleiðis. Við tölum mjög mikið um að við séum bókmenntaþjóð. 

Þetta er allt mjög karllægt enda voru það karlar sem bjuggu þessa hugmynd til. Við eigum margar sögur af því að það er verið að setja út á konur sem klæddu sig að dönskum sið, í tískuföt. En íslenski þjóðbúningurinn er undir áhrifum frá eins og til dæmis dönskum sið og öðrum löndum í kringum okkur. Við erum ekki eins mikil eyja og okkur finnst við vera. 

Reynslan sem mótaði mig mest var að vera í sveitinni hjá ömmu og afa í Skagafirðinum frá því að ég var barn og fá að taka þátt í búskapnum, fara með að slá og sinna kúnum. Ætli ég hafi ekki verið svona 12 ára þegar kýrnar voru seldar. Amma og afi voru orðin eldri og gátu ekki haldið búinu áfram. Ég fékk að upplifa þessa sveit, í síðasta kaflanum í sögu hennar og það var mótandi. 

Ég er Reykvíkingur og alin upp hér en hafði alltaf sveitina mína. Mér finnst gott að komast í annan takt. Í sveitinni voru önnur verkefni sem ég þurfti að sinna og það þurfti að sinna þeim, það þarf að gefa kúnum. Ég var mikill forréttindapési, ég hafði það rosa gott í æsku. Ég hefði getað komist upp með það, meirihlutann af æskunni minni að þurfa ekki að gera neitt. Þarna lærði ég að sumt er ekki val, ég bar ábyrgð á einhverju. 

Þeim fannst erfitt að leggja niður búið en kýrnar voru bara seldar á næsta bæ svo við sáum þær allavega. En þetta voru furðulegar tilfinningar. Amma dó á þessum bæ einhverjum tveimur árum seinna. Hún undi sér best í sveit og fannst mjög gaman að hugsa um dýrin sín. Ári eftir að kýrnar fóru hvarf kötturinn þeirra, Litla kisa, og ömmu fannst það ofboðslega erfitt. Þær áttu mjög fallegt samband og þetta hafði mikil áhrif á hana. 

Er menningargjá á milli okkar ömmu? Amma upplifði allt aðra hluti en ég, svo já, kannski. Hún upplifði hluti sem ég get ekki gert mér í hugarlund. Ein af fyrstu minningum hennar var þegar torfbærinn sem hún bjó í er að hrynja í jarðskjálfta í Svarfaðardalnum. Síðan bý ég í Reykjavík og mín fyrsta minning er að leika mér með vinum mínum í dúkkuleik út í garði hjá vinkonu minni. Hennar fyrsta minning er húsið hennar að hrynja, hún varð að fara út því það var of hættulegt að vera þar inni á meðan jarðskjálftinn dundi yfir. 

Við erum búin að vera í jarðskjálftahrinu núna og þetta er orðið svo fjarlægt manni. Það er eiginlega ekki fyrr en núna eftir Grindavík og allt sem gerðist þar sem maður fattar, já, við eigum kannski að vera hrædd við jarðskjálftana.

Situr saga ömmu eftir í mömmu? Já, sveitin situr eftir í henni. Mikil vinnusemi og elja og ákveðin lífsviðhorf sem koma þaðan. Hún er rosa mikið, hvernig á ég að orða það; stundum þarf að gera meira en gott þykir, hugarfar. En samt rosalega mikil hlýja, maður sinnir fólkinu sínu. Í sveit þá gerir þú ekkert einn og það eru allir velkomnir. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Jesús Kristur breytti lífinu
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
2
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
3
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
4
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
7
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
1
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
3
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
4
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
9
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár