Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýna athafnaleysi Katrínar gagnvart nýsamþykktum búvörulögum

FA, VR og Neyt­enda­sam­tök­in gagn­rýna Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra fyr­ir að hafa leyft nýj­um bú­vöru­lög­um að hljóta braut­ar­gengi. Segja þau að henni beri aug­ljós skylda til að tryggja að laga­setn­ing­in sé í sam­ræmi við EES-samn­inga, stjórn­ar­skrána og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­laga.

Gagnrýna athafnaleysi Katrínar gagnvart nýsamþykktum búvörulögum
Katrín Jakobsdóttir, var starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Golli

Félag atvinnurekenda (FA), VR og Neytendasamtökin gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og sitjandi matvælaráðherra, fyrir að hafa leyft nýsamþykktum búvörulögum fram að ganga fyrir páska. Vilja samtökin að hún beiti sér gegn þeim.

„Beinast liggur við að ráðherra beiti sér fyrir því að lög nr. 1322/2024 verði felld úr gildi. Athafnaleysi ráðherra í þessu máli er líklegt til að skaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar í landinu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 

Er ráðherra gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við viðvörunum Samkeppniseftirlitsins (SKE) í aðdraganda þess að nýju lögin voru samþykkt. Segja samtökin Katrínu hafa verið í lykilstöðu til að hafa áhrif á framgang málsins.

„Í stað þess að bregðast við og hvetja stjórnarmeirihlutann á Alþingi til að stalda við, kom ráðherra í fjölmiðla eftir samþykkt frumvarpsins og sagðist myndu biðja ráðuneytið um að skoða hvort hin nýsamþykktu lög færu í bága við EES-samninginn,“ segir í tilkynningu sem undirrituð er …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár