Félag atvinnurekenda (FA), VR og Neytendasamtökin gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og sitjandi matvælaráðherra, fyrir að hafa leyft nýsamþykktum búvörulögum fram að ganga fyrir páska. Vilja samtökin að hún beiti sér gegn þeim.
„Beinast liggur við að ráðherra beiti sér fyrir því að lög nr. 1322/2024 verði felld úr gildi. Athafnaleysi ráðherra í þessu máli er líklegt til að skaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar í landinu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Er ráðherra gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við viðvörunum Samkeppniseftirlitsins (SKE) í aðdraganda þess að nýju lögin voru samþykkt. Segja samtökin Katrínu hafa verið í lykilstöðu til að hafa áhrif á framgang málsins.
„Í stað þess að bregðast við og hvetja stjórnarmeirihlutann á Alþingi til að stalda við, kom ráðherra í fjölmiðla eftir samþykkt frumvarpsins og sagðist myndu biðja ráðuneytið um að skoða hvort hin nýsamþykktu lög færu í bága við EES-samninginn,“ segir í tilkynningu sem undirrituð er …
Athugasemdir