Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gagnrýna athafnaleysi Katrínar gagnvart nýsamþykktum búvörulögum

FA, VR og Neyt­enda­sam­tök­in gagn­rýna Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra fyr­ir að hafa leyft nýj­um bú­vöru­lög­um að hljóta braut­ar­gengi. Segja þau að henni beri aug­ljós skylda til að tryggja að laga­setn­ing­in sé í sam­ræmi við EES-samn­inga, stjórn­ar­skrána og frá­gang stjórn­ar­frum­varpa og þings­álykt­un­ar­til­laga.

Gagnrýna athafnaleysi Katrínar gagnvart nýsamþykktum búvörulögum
Katrín Jakobsdóttir, var starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Golli

Félag atvinnurekenda (FA), VR og Neytendasamtökin gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og sitjandi matvælaráðherra, fyrir að hafa leyft nýsamþykktum búvörulögum fram að ganga fyrir páska. Vilja samtökin að hún beiti sér gegn þeim.

„Beinast liggur við að ráðherra beiti sér fyrir því að lög nr. 1322/2024 verði felld úr gildi. Athafnaleysi ráðherra í þessu máli er líklegt til að skaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar í landinu,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. 

Er ráðherra gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við viðvörunum Samkeppniseftirlitsins (SKE) í aðdraganda þess að nýju lögin voru samþykkt. Segja samtökin Katrínu hafa verið í lykilstöðu til að hafa áhrif á framgang málsins.

„Í stað þess að bregðast við og hvetja stjórnarmeirihlutann á Alþingi til að stalda við, kom ráðherra í fjölmiðla eftir samþykkt frumvarpsins og sagðist myndu biðja ráðuneytið um að skoða hvort hin nýsamþykktu lög færu í bága við EES-samninginn,“ segir í tilkynningu sem undirrituð er …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár