Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Kanínur voru taldar svo frjósamar að það væri ekki alveg eðlilegt! María guðsmóðir þurfti sannarlega ekki á venjulegum karli að halda til að verða barnshafandi, ef rétt er greint frá málum í Biblíunni.

„Af hverju er kanínur, nú eða frændur þeirra hérar, tákn páskanna?“

Svarið við þeirri spurningu er í aðra röndina mjög einfalt. Páskarnir eru í grunninn vorhátíð sem haldin er til að fagna því að líf er að kvikna í jörðinni eftir (mis)langan vetur. Í kristinni trú er það túlkað með dauða en síðan upprisu guðssonarins.

En líf kviknar ekki aðeins í jurtum og guðum á vorin, líka í dýraríkinu, og þar eð kanínur og hérar (sem ekki var gerður mikill greinarmunur á hér fyrrum) eru meðal allra frjósömustu dýra, þá var ekki óeðlilegt að þau dýr og ungar þeirra yrðu sérstök tákn vorsins.

Kanínur og hérar hafa verið sérstök tákn um frjósemi allar götur síðan á dögum Rómverja og jafnvel fyrr. Í Náttúrufræði rómverska fræðimannsins Pliníusar eldra, sem uppi var á fyrstu öld ET (eftir upphaf tímatals okkar) og fórst í gosinu sem lagði borgina Pompeii í eyði árið 79, er skemmtilegur kafli um kanínur og héra sem leiðir þetta vel í ljós.

Lifa hérar á snjó?

Og það er kannski ekki á almanna vitorði að þessi dýr voru gjarnan talin tvíkynja og kvendýrin þyrftu því ekki atbeina karldýrs til að eignast þau afkvæmi sem allt fylltist af á vorin.

Í Náttúrufræði Pliníusar segir:

„Til eru margar tegundir af hérum. Hérar sem búa í Ölpunum eru hvítir og menn ætla að yfir vetrartímann lifi þeir á snjó. Svo mikið er víst að að þegar snjórinn fer að bráðna á hverju vori, þá taka hérarnir á sig rauðleitan blæ. Hérar lifa annars í margskonar loftslagi og láta öfgar í veðri ekki á sig fá.

Til er á Spáni hérategund sem kallast kanína. Hún er þekkt fyrir að vera einstaklega frjósöm og gefur valdið hungursneyð á Balearaeyjum [Mallorca og nálægum eyjum] með því að eyðileggja kornuppskeru. Ungar kanínur, sem rifnar eru úr móðurkviði eða eru enn á speni rétt eftir fæðingu, eru sérstaklega gómsætar til matar, sér í lagi ef iðrin eru ekki fjarlægð [...]

Skar Ágústus upp herör gegn kanínum?

Alkunna er að íbúar á Balearaeyjum sendu bænaskrá til Ágústusar sáluga keisara þar sem hann var beðinn um að senda þeim hermenn til að vinna á kanínunum og koma í veg fyrir allt of mikla fjölgun þeirra.

Minkurinn er í miklum metum vegna þess hve leikinn hann er í að vinna á kanínum. Minknum er troðið niður í kanínuholur sem ævinlega hafa marga útganga og þegar kanínurnar flýja minkinn eru þær hirtar upp við útgangana.

Í skrifum Archelausar um hérann má lesa að skítagötin á líkama hans séu alltaf jafnmörg og árin sem hann hefur lifað, en það hefur nú komið í ljós að það stemmir ekki alltaf.

Archelaus segir líka að hver héri hafi á líkama sínum einkenni bæði karldýrs og kvendýrs og hérakerling geti því eignast unga alveg án aðstoðar karldýrs. Þetta er ráðstöfun náttúrunnar okkur til hagsbóta, því með þessu verður þetta meinleysisdýr sem er svo vel ætileg afar frjósamt. Hérar og kanínur eru einu dýrin sem geta um leið og þau eru með einn unga á spena, verið með annan loðinn í kviði, þann þriðja ennþá alveg hárlausan og þann fjórða örsmáan og nýorðinn til.

Reynt hefur verið að búa til einhvers konar efni úr hárum þessara dýra en það er þá ekki eins mjúkt og meðan það liggur á húð dýrsins sjálfs og af því hárin eru svo stutt leystist slíkt efni fljótt upp.

Hérar eru sjaldan tamdir en samt er nú varla hægt að kalla þá villidýr heldur, heldur liggur eðli þeirra einhvers staðar þar á milli, rétt eins og segja má um marga fugla, svölur og býflugur og höfrunga meðal sjávardýra.“

Kanínur og María

Það sem Pliníus hefur eftir Archelausi um að kvendýr kanína og héra gætu eignast afkvæmi með sjálfum sér varð svo til þess að á tímabili, eftir að kristindómurinn kom til sögunnar, þá voru þessi dýr talin í sérstökum tengslum við Maríu guðsmóður — einfaldlega vegna þess að hún var líka sögð hafa eignast afkvæmni (Jesú sjálfan) án þess að venjulegur karlmaður hafi komið þar við sögu.

Þau tengsl hafa þau dofnað á seinni öldum og er altént lítt haldið á lofti en eftir standa sérstök tengsl þessara frjósömu dýra við upprisuhátíð Jesúa frá Nasaret.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár