Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rúmlega helmingur landsmanna á móti því að ríkisbankinn kaupi tryggingafélag

Miklu fleiri lands­menn eru óánægð­ir með kaup Lands­bank­ans á TM en ánægð­ir. Fátt bend­ir þó til ann­ars en að kaup­in verði klár­uð í nán­ustu fram­tíð.

Rúmlega helmingur landsmanna á móti því að ríkisbankinn kaupi tryggingafélag
Bankastjórinn Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.

Rúmur helmingur aðspurðra, alls 55 prósent, segjast vera óánægð með kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM í nýrri könnun Prósents. Tæpur þriðjungur, 32 prósent svarenda, hefur ekki myndað sér skoðun á kaupunum og einungis 13 prósent eru ánægð með þau. Konur eru óánægðari en karlar og óánægjan vex með aldri. 

Könnunin var framkvæmd 20. febrúar til 27. mars. úrtakið var 1.900 fullorðnir einstaklingar og svarhlutfallið var 51 prósent. 

Tilkynnt var um það sunnudaginn 17. mars að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn ætlar að greiða 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og greiðslan á að fara fram með reiðufé. Það er 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Endanlegt kaupverð mun þó verða aðlagað að efnislegu eigin fé TM í upphafi árs 2024 til afhendingardags. Samkvæmt rekstrarspá á hagnaður tryggingafélagsins að verða rúmlega þrír milljarðar króna í ár. 

Lýsti óánægju í hlaðvarpi og á Facebook

Skömmu eftir að kaupin, sem eru án fyrirvara um samþykki hluthafafundar, voru kynnt kom í ljós að sá stjórnmálamaður sem heldur á eignarhlutum í Landsbankanum, fjármála- og efnahagsráðherrann Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, var ekki par sátt við þessi kaup. Og þau virtust koma henni mjög á óvart. Hún birti Facebook-færslu á sunnudagskvöld þar sem hún sagðist hafa óskað „skýringa á málinu frá Bankasýslu ríkisins sem heldur um eignarhluti ríkisins í bankanum og setur almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins“.

Daginn eftir, mánudaginn 18. mars, sendi Þórdís bréf á Bankasýslu ríkisins, undirstofnun ráðherrans, sem sett var á laggirnar árið 2009 til að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn væru með puttana í rekstri bankanna sem ríkið sat þá uppi með. Bankasýslan átti sem sagt að tryggja hina svokölluðu „armslengd“ milli stjórnmála og ríkisfyrirtækja.

Í bréfi Þórdísar vísaði hún til þess að í „yfirlýsingu ráðherra þann 6. febrúar sl. kom skýrt fram að henni hugnist ekki kaup Landsbankans á TM“. 

Sú yfirlýsing, var ekki formleg eða birt á heimasíðu ráðuneytis hennar. Um er að ræða viðtal sem Þórdís Kolbrún fór í við hlaðvarpsþáttinn Þjóðmál 2. febrúar og fréttavefurinn, mbl.is, gerði frétt upp úr fjórum dögum síðar. Engar frekari upplýsingar eru í bréfinu um að ráðherrann hefði komið óánægju sinni á framfæri við Bankasýsluna eða Landsbankann sjálfan. 

Átti fundi 21. febrúar

Heimildin óskaði nýverið eftir upplýsingum frá ráðherranum um það hvort hún hafi átt í einhverjum beinum samskiptum við bankaráð eða bankastjóra Landsbankans vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM á árunum 2023 eða 2024. Í svari ráðuneytis hennar segir að það sé eðlilegur hluti af störfum ráðherra að eiga fundi með forystufólki í fjármálageiranum til að ræða málefni fjármálamarkaðar. „Á einum slíkum fundi með bankastjóra Landsbankans barst í tal að bankinn, sem er í eigu ríkisins, hefði verið með kaup á tryggingafélagi á markaði til athugunar. Ráðherra áréttaði þá andstöðu sína sem byggði á eigendastefnu og þeirri stefnumörkun að ríkið ætlaði ekki að auka hlutdeild sína á fjármálamarkaði.“

Þegar kallað var eftir því hvenær sá fundur átti sér stað barst svar um að það hefði gerst 21. febrúar síðastliðinn. Þetta eru upplýsingar sem hafa ekki komið fram áður og ekki var greint frá í bréfi ráðherrans til Bankasýslunnar. 

Bankaráðið gefur lítið fyrir aðfinnslur

Í bréfi sem Bankasýsla ríkisins sendi fjármála- og efnahagsráðherra í kjölfar þess að tilkynnt var kaupin sagði að stofnunin hafi verið tilkynnt um endurvakinn áhuga Landsbankans á því að taka þátt í söluferlinu í „óformlegu símtali.“ Þar kom hvergi fram að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Stofnunin hélt því fram að hún hefði ekki vitað af því að Landsbankinn væri að kaupa tryggingafélag.

 Í bréfi til bankaráðsins, sem var birt í byrjun síðustu viku, óskaði Bankasýsla ríkisins eftir því að bankaráð Landsbankans skilaði sér greinargerð um kaupin. Þess var sérstaklega óskað að greinargerðin innihéldi skýringu á því hvernig viðskiptin muni hafa áhrif á áhættu í rekstri Landsbankans og á getu hans til að greiða eigendum sínum arð eða á annars konar ráðstöfun á umfram eigin fé.

Í svari bankaráðsins, sem birt var fyrir viku síðan, kom fram að Bankasýslan hafi verið upplýst um að Landsbankinn hafi skilað inni óskuldbindandi tilboði í TM í samtali þann 20. desember síðastliðinn.  Í tilkynningu frá Landsbankanum sagði enn fremur að það væri mat bankaráðs að kaupin séu í takti við eigendastefnu ríkisins og viðskiptin þjóni hagsmunum bankans og hluthafa til lengri tíma. 

Sömuleiðis sagði bankaráðið að kaupin auki hvorki áhættu í rekstri bankans, né skerði getu hans til að uppfylla arðgreiðslustefnu sína. 

Formaður bankaráðsins, Helga Björk Eiríksdóttir, gaf það í kjölfarið út að viðskiptin yrðu kláruð.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Það er búið að þyrla upp miklu moldviðri í kringum lítið mál. Ekkert er eðlilegra en að banki í góðum rekstri styrki sinn rekstur með þessum kaupum. Bankinn er í eigu almennings og verður verðmætara fyrirtæki eftir kaupin og allur hagnaður rennur í ríkissjóð. Afar holur hljómur í gagnrýni á þessa gjörð. Enda virðist helst svíða undan að ekki tókst að koma eigninni í hendur einkaaðila til að græða á.
    2
  • DK
    Davíð Kristjánsson skrifaði
    Fyrir um 15 árum átti LB Vörð.
    Lítur fólk á það þannig að það sé vont að banki eigi tryggingafélag?
    Getur verið að það sé verið að losa einhvern úr skuldbindingum?
    Þórdísi finnst auðvita líka slæmt að það séu ekki auðrónar sem fengu að kaupa TM. Í staðinn hótar hún að þeir fái að kaupa LB.
    Óskyld mál að sjálfsögðu. En hver smuga notuð til að einkavæða (eignast á ódýran hátt) ríkiseignir.
    Það er nú það.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár