Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Helga Þórisdóttir gefur kost á sér

Helga Þór­is­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Ís­lands. Þetta til­kynnti hún á fundi á heim­ili sínu í há­deg­inu.

Helga Þórisdóttir gefur kost á sér
Helga Þórisdóttir tilkynnti um framboð sitt til forseta í hádeginu. Mynd: Golli

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi á heimili sínu í hádeginu.

Í ávarpi sínu sagðist Helga vilja styðja við fræðasamfélagið, menninguna og atvinnulífið í landinu. Hún sagðist enn fremur hafa stýrt mikilvægri ríkisstofnun, þ.e. Persónuvernd, stundum í ólgusjó. „Á þeirri vegferð hef ég sýnt að ég er óhrædd við að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Helga.

Áhersluatriði hennar eru meðal annars að vera þjónn fólksins í landinu, vera málsvari íslensks drifkrafts og að sýna þekkingu, yfirvegun og áreiðanleika.

Helga hefur verið forstjóri Persónuverndar síðastliðin átta ár. Þar á undan starfaði hún hjá Lyfjastofnun, sem sviðsstjóri lögfræðisviðs og staðgengill forstjóra. Árin 2012-2013 var hún settur forstjóri Lyfjastofnunar.

Helga lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún hefur starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndarsviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel og í menntamálaráðuneytinu. 

Bætist í hópinn

Nýjasti frambjóðandinn bætist í sífellt stækkandi hóp. En þegar þetta er skrifað safna 53 undirskriftum á island.is.

Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, og Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hafa meðal annars tilkynnt framboð auk athafnamannsins Ástþórs Magnússonar, Sigríðar Hrundar Pétursdóttur framkvæmdastjóra og Arnars Þórs Jónssonar lögmanns.

Þau sem enn eru bendluð við embættið án þess að hafa sagt af né á um framboð, til dæmis Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri. Þá vilja margir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fari í framboð. Hún hefur verið nokkuð loðin í svörum spurð hvort hún hyggist gefa kost á sér.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár