Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
Húsnæðisliðurinn mun brátt taka mið af líkani sem byggir á gögnum frá Húsnæði- og mannvirkjastofnun Mynd: Bára Huld Beck

Í tilkynningu sem Hagstofan sendi frá sér í dag var greint frá því að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,80 prósent frá því í síðasta mánuði. Þar kemur fram að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hafi vegið þungt. En hún hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga stendur því nú í 6,8 prósentum.  

Í sömu fréttatilkynningu er greint frá því að í júní muni Hagstofan taka upp nýja aðferð við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Í nýrri nálgun verða húsaleiguígildi notuð við útreikning á reiknaðri húsaleigu. 

Nýtt líkan sem byggir á gögnum HMS

Mælingar á húsaleiguígildi byggja að á gagnasafni um leigusamninga sem finna má nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Með breytingu á húsleigulögum árið 2022 fékk HMS greiðar aðgengi af upplýsingum um stóran hluta leigumarkaðarins.

Snemma árs tilkynnti að HMS að tekin hefði verið upp ný og uppfærð leiguskrá sem byggir á bættu aðgengi að leigusamningum.

Með þessum gögnum gefst Hagstofunni tækifæri til þess að búa til líkan sem nær yfir allt íbúðarhúsnæði óháð því hvort um leiguhúsnæði eða eigið húsnæði er að ræða. 

Sveiflur á fjármálamörkuðum bjöguðu fyrri mælingar

Í greinargerð sem fylgir með tilkynningunni segir að vinna við að innleiða nýja aðferðafræði við mat á húsnæðisliðnum hafi staðið yfir síðan 2019. Allt frá tíunda áratugnum hefur verið notast við aðferðafræði sem er nefndur „einfaldur notendakostnaður.“ 

Greinarhöfundar segja að þessi aðferðafræði hafi gefið ágæta raun um nokkurt skeið. Hins vegar hafi sérfræðingar Hagstofunnar orðið varir við að þegar reiknuð húsaleiga er borin saman við greidda húsaleigu yfir 20 ára tímabil megi glöggt sjá töluverð frávik á þremur mismunandi tímabilum. Fyrst um sinn hafi þessar mælingar fylgst að en eftir 2004 fer að verða vart við töluverðan mun á þróun greiddu og reiknuðu húsaleigunnar. 

Árin 2004 til 2009 var reiknuð húsaleiga metin talsvert meiri en greidd húsaleiga. Síðan á árunum eftir hrun, 2009 til 2017, lækkaði reiknuð húsaleiga en greidd leiga fór hækkandi. Þriðja og síðasta frávikstímbilið hófst árið 2021 þegar reiknuð húsleiga hækkar mun hraðar en mældar hækkanir á greiddri húsaleigu. 

Telja skýrsluhöfundar að þessi frávik megi að mestu leyti rekja til skyndilegra breytinga í fasteignaverði sem komi til vegna sviptinga sem hafa átt sér stað á fjármálamörkuðum hér landi undanfarin 20 ár.

Árið 2004 jókst framboð á lánsfé þegar viðskiptabankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð. Fjármálahrunið snéri þeirri þróun síðan við en sama tíma varð vöxtur á leigumarkaði. Að lokum má nefna lágvaxtaskeiðið sem hófst um mitt ár 2021. 

Forsendur nýrrar aðferðafræði

Í skýrslunni kemur fram að ein ástæðan fyrir því að ákveðið var við að notast við notendakostnaðaraðferðina var vegna þess að leigumarkaðurinn var talinn of lítill á Íslandi til notast við aðferð húsaleiguígildis. Á tíunda áratugnum voru um 15% heimila í landinu á leigumarkaði.  

Á síðustu áratugum hefur leigmarkaðurinn hins vegar stækkað og eru nú um 20% heimila landsins á leigumarkaði. Þetta hlutfall hefur þó sveiflast mikið. Hlutfall heimila á leigumarkaði var yfir 30% á árunum 2017 og 2018 en hrundi síðan niður 23% árið 2021.    

Nú er talið að um 20-25% heimila í landinu séu á leigumarkaði. Fjöldi heimila í landinu er talinn vera 130 þúsund svo talið er að 26 til 32 þúsund virkir leigusamningar séu um þessar mundir. 

Gæði gagna bættir upp fyrir smæð leigumarkaðarins

Hins vegar segir í skýrslunni að almennt sé talið að til þess að hægt sé að notast við húsleiguígildisaðferðina við útreikning á vísitölu neysluverðs þurfi hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði að vera yfir 25 prósent. Ísland er rétt undir þeim mörkum. 

Hagstofan telur þó að gæði þeirra gagna sem eru þeim nú aðgengilegar muni koma til með að vega upp á móti hugsanlegri bjögun sem stafar af smæð íslenska leigumarkaðarins. Leigugrunnur HMS hefur að geyma um 22 þúsund leigusamninga sem er drjúgur hluti af þeim leigusamningum eru taldir vera virkir. 

Mun líkanið byggja á því að finna íbúðir í gagnagrunni HMS sem eru sem líkastar þeirri íbúð sem verið er að meta húsaleiguígildi fyrir. Því má segja að með nýrri aðferð sé verið að fara gagnstæða leið til þess að meta húsnæðiskostnað, en fyrri aðferð notaðist við upplýsingar frá heimilum sem bjuggu í eigin húsnæði. 

Vonast er til þess að nýja aðferðafræðin dragi úr áhrifum sem skammtímasveiflur á fjármálamörkuðum hafa haft á mat Hagstofunnar á húsnæðisliðnum. Í greinargerðinni kemur þó fram að stór hluti leigusamninga hafi svokölluð verðtryggingarákvæði.

Áhrif mánaðarlegar breytingar á verðtryggingunni muni því hafa áhrif á líkanið og leiða til víxlverkunar milli mánaða.      

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár