Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Jóhann Páll: „Það voru mistök hjá mér“

„Frum­varp­ið er end­ur­skrif­að án þess að það fái eðli­lega með­ferð sem nýtt frum­varp eins og þetta raun­veru­lega var,“ sagði Jó­hann Páll Jó­hanns­son í Pressu í dag. Til um­ræðu voru ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um þar sam­ráð af­urða­stöðva var heim­il­að.

Jóhann Páll Jóhannesson „Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, steig upp í pontu á Alþingi í gær þar sem hann kallaði eftir því að frumvarp sem var nýsamþykkt úr annarri umræðu yrði dregið aftur til baka í umsögn. „Frumvarpið sem kom upphaflega inn í þingið hafði þetta yfirlýsta markmið, að styðja sérstaklega við sauðfjárræktina og stórgriparækt með því að liðka við aukinni hagræðingu. Hins vegar var frumvarps textinn mein gallaður.“

Jóhann segir að breytingar hafi orðið á frumvarpinu í miðju ferli en hann studdi meirihlutaálit atvinnuveganefndar. 

Helgi Seljan stýrði 17. þætti Pressu í dag. Ræddi hann við Jóhann Pál ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um nýsamþykkt bú­vöru­lög.

Eftir að nefndarálitið var birt á vef Alþingis barst Jóhanni Páli ábendingar frá samkeppnislögfræðingum og sérfræðingum í EES rétti að ákveðið misræmi væri milli frumvarpsins og upphaflegu tillögunnar. Jóhann sagði að búið væri „að opna með frekar lúmskum hætti í rauninni á bara opinn tékka til samruna og sameiningar, algjörlega óháð því hvaða búgreinar við erum að tala um og óháð því hvort um sé að ræða afurðastöðvar undir stjórn bænda eða í meirihlutaeigu bænda. Þess vegna kallaði ég eftir því, í ljósi þess hversu miklar þessar breytingar voru. Þær voru svo miklar að í rauninni má jafna þessu við nýtt frumvarp.“

Helgi: En þú samt skrifaðir undir?

„Já það voru mistök hjá mér. Þetta voru víðtækari heimildir heldur en ég hafði áttað mig á þegar ég lýsti mig samþykkan nefndarálitinu. Ég gekk bara aðeins of hratt um gleðinnar dyr vegna þess að ég og við í Samfylkingunni erum mjög áfram um það að lögfesta auknar undanþágur frá samkeppnislögum sem liðka fyrir hagræðingu sláturhúsa í þágu sauðfjárbænda og þeirra sem eru í nautgriparækt“

Frumvarpið endurskrifað

„Frumvarpið er endurskrifað án þess að það fái eðlilega meðferð sem nýtt frumvarp eins og þetta raunverulega var,“ sagði Jóhann Páll.

Lilja sagði að samkeppni þyrfti að vera rík innanlands. „Íslenskir bændur eru auðvitað í mikill samkeppni við innflutning. Þetta frumvarp er auðvitað að gera það að þeir geti verið í betri. Geti boðið lægra verð með sínum vörum. Það sem ég vonast til er að framleiðsla og framleiðslukostnaður lækki og við séum frekar að halda í við verðið en hitt.“

Jóhann telur það slæmt að samþykktar séu víðtækari undanþágur en honum þykir tilefni til. Hann sagði hagsmunum almennings og hagsmunum launafólks á Íslandi og hagsmunum bænda vera stillt upp sem andstæðum „sem er óþolandi, en hér er það bara að verulegu leiti stjórnmálunum að kenna með því að rífa í gegnum þingið á met hraða frumvarp sem var með frumvarpstexta sem gengur algjörlega gegn upphaflegu markmiði frumvarpsins.“

Nýjasta þátt Pressu má sjá hér:

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HKG
    Hans Kristján Guðmundsson skrifaði
    Gerði mér ekki grein fyrir því að Samfylkingin stefndi að undanþágum frá samkeppnislögum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár