Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra bankamála, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mæta í Pressu, sem sýnd er í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar í hádegi hvern föstudag.
Tilkynning Landsbankans um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM hafa vægast sagt vakið hörð viðbrögð. Ekki síst þó hjá þeirri stofnun sem beinlínis hefur það hlutverk að fara með eignarhlut ríkisins í bankanum og eins hjá ráðherranum sem fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lítið hefur heyrst í öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, utan þess að forsætis- og bankamálaráðherrar hafa aftekið með öllu að selja eigi hlut ríkisins í Landsbankanum, eins og fjármálaráðherra vill að verði gert.
Er enn einu sinni að koma fram álitamál, sem ríkisstjórnin getur ekki fyrir sitt litla líf komið sér saman um?
Og hvað finnst bankamálaráðherranum, Lilju Alfreðsdóttur, um kauptilboðið og framgöngu samráðherra síns í kjölfar þess? Og hvað finnst henni um viðbrögð Bankasýslunnar í málinu? Samfylkingin gæti orðið langstærsti flokkur landsins, gangi skoðanakannanir eftir. Hver er stefna Samfylkingarinnar í málinu?
Þessu verður vonandi svarað í Pressu í hádeginu í dag.
Athugasemdir