Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir enga óeiningu ríkja um eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að eng­in óein­ing ríki inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kaup á trygg­inga­fé­lagi komi hvergi fram í eig­end­stefnu rík­is­ins eða stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Óljóst er hins veg­ar hver af­staða ráð­herra er gagn­vart mögu­leg­um við­brögð­um við kaup­um Lands­bank­ans á TM.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra segir að kaup Landsbankans hafi komið sér og öðrum ráðherrum á óvart

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að engin óeining sé um að horfa til eigendastefnu ríkisins og stjórnarsáttmálans í ríkisstjórninni, spurð hvort óeining sé meðal stjórnarflokkanna gagnvart því að Landsbankinn hyggist kaupa TM. 

„Það að kaupa tryggingafélag af almennum markaði fyrir tæpa 30 milljarða króna er ekki á stefnuskrá og hvílir ekki vel í eigendastefnu. Um það deilir enginn í ríkisstjórninni,“ sagði Þórdís Kolbrún í samtali við Heimildina að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag. 

Í viðtalinu kom Þórdís þó ekki inn á hvort viðskiptin hafi för með sér hvort flýtt verði fyrir söluferli Landsbankans eða með einhverjum hætti komið í veg fyrir kaupin á TM. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sögðu báðar á þingi í gær að þeim hugnaðist ekki að selja hlut í Landsbankanum í kjölfar kaupa bankans á TM. …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Sem sagt bankastýran er að ákveða ein (eftir leiðbeiningum foringja stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfsræðisflokksins), og sér að hlunnfara þjóðina um næstu arðgreiðslu.
    Í formi spreðunar á fjármunum sem ættu annaras að renna til (ríkissins), þjóðarinnar.

    „Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá áformar bankinn ekki að þurfa að sækja frekara hlutafé til að ganga frá þessum kaupum. Heldur greiði það með reiðufé. Svo samspil þess á eiginfjárstöðu bankans og aðra slíka þætti er eitthvað sem þarf að kalla fram,“
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár