Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans

Stofn­un­in sem fer með eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um seg­ist ekki hafa ver­ið kunn­ugt um að Lands­bank­inn væri að fara að kaupa trygg­inga­fé­lag á 28,6 millj­arða króna. Formað­ur banka­ráðs seg­ist hafa upp­lýst stofn­un­ina „óform­lega“ í sím­tali í des­em­ber.

Bankasýslan vissi ekki af kaupunum á TM og vill fresta aðalfundi Landsbankans
Forstjóri Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar, stofnunar sem lýst var yfir í apríl 2022 að leggja ætti niður en er enn starfandi og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankasýsla ríkisins segir að henni hafi ekki verið kunnugt um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka á 28,6 milljarða króna. Stofnuninni, sem fer með eignarhlut ríkisins Landsbankanum, hafi fyrst verið kunnugt um að skuldbindandi tilboð í hlutinn hafi verið lagt fram klukkan 17 í gær.

Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, sendi til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, í kvöld. Um er að ræða svar stofnunarinnar við bréfi sem Þórdís sendi henni fyrr í dag þar sem ráðherrann óskaði eftir skýringum á kaupunum og lýsti meðal annars yfir áhyggjum af þeim. Þórdís gerði slíkt einnig í færslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi þar sem hún sagði að kaupin yrðu ekki að veruleika með hennar samþykki „nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða.“ 

Í bréfi Bankasýslunnar til fjármála- og efnahagsráðherra, sem birt var á vef hennar í kvöld, er tekið undir þær áhyggjur sem komu fram í bréfi ráðherrans. Þar segir að stofnunin hafi haldið fund með bankaráði Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, í dag þar sem spurt var út í viðskiptin. „Það er mat BR að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti [...] slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ 

Bankasýslan hefur óskað eftir formlegri greinargerð frá bankaráðinu vegna kaupanna innan sjö daga og krafist þess að aðalfundi Landsbankans, sem á að fara fram á miðvikudag, verði frestað um fjórar vikur vegna málsins. Í bréfi til bankaráðsins, sem var líka birt í kvöld, er þess sérstaklega óskað að greinargerðin innihaldi skýringu á því hvernig viðskiptin muni hafa áhrif á áhættu í rekstri Landsbankans og á getu hans til að greiða eigendum sínum arð eða á annars konar ráðstöfun á umfram eigin fé.

Ríkisbanki kaupir tryggingafélag

Tilkynnt var um það í gær að Kvika banki hefði tekið tilboði Landsbankans í allt hlutafé TM trygginga hf., eins af fjórum stórum tryggingafélögum landsins. Landsbankinn greiðir 28,6 milljarða króna samkvæmt tilboðinu fyrir og fer greiðslan fram með reiðufé. Það 1,8 milljarði króna yfir bókfærðu virði TM í bókum Kviku í lok síðasta árs. 

Í tilkynningunni var haft eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, sem er að fara að hætta sem formaður bankaráðs Landsbankans, að bankinn starfi á samkeppnismarkaði og það skipti verulegu máli að Landsbankinn sé áfram verðmæt eign fyrir hluthafa. „Í því felst m.a. að meta og sækja tækifæri á fjármálamarkaði til að viðhalda og auka verðmæti bankans. Bankaráð og stjórnendur hafa um nokkurt skeið skoðað kosti þess að bæta tryggingum við fjölbreytta þjónustu bankans, enda fer tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Við teljum að með kaupum á TM muni bæði félögin eflast og styrkjast.“

Engar formlegar upplýsingar

Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Þórdísar segir að Helga Björk hafi upplýst stofnunina um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið í júlí í fyrra. Það gerðist í kjölfar þess að Íslandsbanki samþykkti að greiða 1,2 milljarða króna metsekt fyrir lögbrot sem hann framdi við söluna á hlutum í sjálfum sér í lokuðu útboði sem fór fram í mars 2022. 

Á þeim tíma var TM þó ekki í formlegu söluferli og þann 20. júlí í fyrra var Bankasýslan upplýst um að ekki hefði komið til formlegra viðræðna um kaup ríkisbankans á tryggingafélaginu. Eftir þann tíma segir Bankasýslan að engar frekari upplýsingar hafi borist henni um málið jafnvel þótt Helga Björg telji „sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023“. 

Engar formlegar upplýsingar hafi þó, á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni, um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. „Þvert á móti taldi stjórn BR einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar.“ Þar er átt við viðtal sem Þórdís fór í hjá hlaðvarpinu Þjóðmálum, sem stýrt er af fréttastjóra viðskipta hjá Morgunblaðinu. Þar sagði Þórdís, sem er líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ein þeirra sem þykir líklegust til að sækjast eftir að leiða flokkinn þegar Bjarni Benediktsson hættir, að henni hugnist ekki að ríkisbankinn eignist TM. Sú afstaða ráðherrans var rædd á stjórnarfundi Bankasýslunnar tveimur dögum síðar og bókað að „ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“

Landsbankinn verður ekki seldur

Kaupin voru mikið til umræðu í fjölmiðlum og á þingi í dag. Katrín Jakobsdóttir for­sæt­isráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, sögðu báðar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að ekki standi til að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um í kjöl­far kaupa bank­ans á TM, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar fjár­mála­- og efnahagsráðherra þess efn­is.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar lýstu marg­ir hverj­ir yf­ir furðu yf­ir ólík­um sjón­ar­mið­um ráð­herra í rík­is­stjórn­inni gagn­vart mál­inu. 

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði hins vegar við fjölmiðla að kaupunum yrði haldið til streitu. Í samtali við fréttastofu Vísis og Stöðvar 2 sagðist hún skilja vel að ríkið vildi ekki bæta við sig félögum. „Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa.“ Ríkið á 98,2 prósent hlut í Landsbankanum.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Bankasýslan verður vonandi nr. 1 af þeim 161 stofnun sem Þórdís Kolbrún ætlar að grisja. Niðurlagning hennar, sem ákveðin var eftir síðustu Íslandsbankasölu, virðist hafa mistekist.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
1
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
3
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
5
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Lea Ypi
9
Pistill

Lea Ypi

Kant og mál­stað­ur frið­ar

Lea Ypi er albansk­ur heim­speki­pró­fess­or sem vakti mikla at­hygli fyr­ir bók um upp­eldi sitt í al­ræð­is­ríki En­ver Hoxha, „Frjáls“ hét bók­in og kom út á ís­lensku í hittið­fyrra. Í þess­ari grein, sem birt er í Heim­ild­inni með sér­stöku leyfi henn­ar, fjall­ar hún um 300 ára af­mæli hins stór­merka þýska heim­spek­ings Imm­anu­el Kants og hvað hann hef­ur til mál­anna að leggja á vor­um tím­um. Ill­ugi Jök­uls­son þýddi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár